Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 270
268
TlMARIT VFÍ 1967
•4
Umrœður
Vilhjálmur Guðmimdsson:
Aðeins örfá orð. Ég ætlaði að þakka dr. Þórði
Þorbjamarsyni fyrir þessa grein um sandsíli,
loðnu og spærling. Þetta er mjög þörf hugvekja
til okkar um það, að við verðum að gefa fleiri
fisktegundum gaum en síldinni, að minnsta kosti
við mjöl- og lýsisvinnslu. Enda er nú komið á
daginn, að loðnan er nú orðin einn af nytjafisk-
um okkar. Það voru veidd í fyrra um 125.000
tonn af loðnu hér við land, og hún gaf góðar
og miklar afurðir. Það er raunverulega margt
svipað með þessum fiskum og ansjóvetunni í
Perú. Þetta eru allt saman smáir fiskar, sem
ganga í torfum og eru skammlífir. Viðkoman
virðist mikil og þeir virðast lifa aðeins um
þriggja eða fjögurra ára skeið. Það er áreiðan-
lega talsvert verkefni fyrir fiskifræðinga að
kanna lifnaðarháttu þessara fiska hér við land,
leita þeirra og kanna, hvað stofnarnir eru stórir,
þannig að hægt væri að nýta þá í stærri stíl og
taka upp veiðar á nýjum tegundum. En það er
einn fiskur, sem mér finnst að hefði kannski
mátt vera í þessu yfirliti dr. Þórðar líka, það er
kolmunninn. Eins og allir þekkja til, þá kemur
hann hér upp að ströndinni stundum seinnipart
sumars og veldur usla í síldamótum. Hann virð-
ist koma í talsvert stórum torfum, en um þann
fisk að öðru leyti vitum við harla lítið. Við vit-
um lítið um, hve mikið er af honum eða hvort
hægt muni að nýta hann. En ég ímynda mér, að
dr. Þórður gæti gefið okkur einhverjar upplýs-
ingar um kolmunna, því að eitthvað hefur hann
verið tekinn til rannsóknar í Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins. Ég þakka fyrir þessa þörfu hug-
vekju.
Huxley Ólafsson:
Ég vil láta í Ijós þakklæti mitt til dr. Þórðar
Þorbjamarsonar fyrir þessa miklu fræðslu. En
af því að hann minntist á tilraunir okkar við að
veiða sandsíli, þá vildi ég aðeins segja svolítið
frá því. Við slógum okkur saman tvær verksmiðj-
ur suður frá og ákváðum að reyna að kynna
okkur svolítið veiðar á sandsíli. Við sendum til
Esbjerg tvo skipstjóra, og þeir fengu að fara
út með bátum, sem voru að veiða sandsíli, sem
þeir kalla tobis. Sandsílið lá þann tíma, sem þeir
voru, nokkuð langt frá Danmörku. Þeir fóru ,
langleiðina til Englands til að komast þar á <
veiðisvæði. Þar var sex faðma dýpi. Það er sér-
stakt troll, sem þeir hafa fyrir sandsíli, og þar
trolluðu þeir fyrir sandsíli og fylltu bátana svona
á 1 til 2 dögum. Þeir urðu sama sem ekkert
varir við annan fisk heldur en sandsíli. Það
komu nokkrir fiskar í trollið, og þeir voru hirtir
og látnir í kassa og ísaðir og seldir sér, þegar
í land var komið. Við keyptum okkur svona troll
með hlerum og öllu, og svo — eins og dr. Þórður
sagði — þá fengum við leyfi til þess að reyna
þetta í hálfan mánuð. Maður vissi það náttúru-
lega, að þegar veitt er í landhelgi með trolli,
sem er svona smáriðið, þá getur komið mikið
af alls konar fiski. Það var nú ekki það, sem
við vorum að athuga, heldur fyrst og fremst,
hvort hér væri eitthvað af sandsíli, þvi að sjó-
mennirnir voru búnir að segja, að hér væri fullt
af sandsíli, og í bók Bjarna Sæmundssonar
Fiskamir, telur hann alveg ósköp af þessu. Trú-
lega hefur tilraun þessi ekki verið gerð á alveg
réttum tíma, en sandsílið kemur í göngum alltaf
öðru hvoru frá því svona í marz-byrjun og er
fram undir áramót. Ef tækist að veiða þetta síli,
þá væri það mjög heppilegt fyrir litlu bátana
og verksmiðjur hérna við Suður- og Vesturland-
ið. Tilraunin gaf eitthvað um 40 tonn af sand-
síli. En það ætlaði líka allt vitlaust að verða,
það gengu símahringingarnar og klögumálin á
víxl út af því, að þessi bátur fengi að vera í
landhelgi. Fékk hann því ekki að vera lengur
en hálfan mánuð. Mér er alveg ljóst, að það
þýðir ekkert að veiða sandsílið í troll. Það er
alveg útilokað, því að það er svo mikið af fiski
og ungfiski hér á þessu grunni. En það þyrfti að
reyna að veiða sandsílið í smáriðna nót, leggur-
inn þarf að vera svona l/2 sm til þess að sílið
smjúgi ekki. Það er dálítið erfitt að fá svoleiðis
nætur, því að þær þurfa helzt að vera hnýttar,
ekki hnútalausar. Ég hef trú á því, að það verði
atvinnuvegur hérna við Island áður en langt
um líður að veiða sandsíli. Einhver þarf að ganga
í það að halda þessu áfram og gera tilraunir
með veiðarfæri. Það kostar nokkuð, en það er
ekki rétt að hætta. Það á að rannsaka þetta al-
veg til hlítar.