Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 281
TÍMARIT VFl 1967
279
rannsóknir. Eðlismunur á „management science“
og „operations research" er allnokkur. „Manage-
ment science" er langtum víðtækara, og það sem
einkum greinir „operations research“ frá
„management science" er, að það er grundvallar-
atriði í „operations research“, eða kerfisrann-
sóknum, að stærðfræðilegt líkan sé fyrir hendi
af því, sem verið er að rannsaka. Mér hefur
stundum þótt, að yfir ,,resources“ mætti nota
framleiðsluþættir. Það er að vísu ekki alveg rétt
orð, en það hefur stundum dugað vel. 1 erindinu
minnist Þóroddur nokkuð á „optimiseringu" —
,,suboptimiseringu“. Ef ,,optimisering“ er beztun,
þá er væntanlega ,,sub-optimisering“ betrun! 1
framhaldi af því segir Þóroddur, að „vandinn er
að samræma þær lausnir, sem fram koma, þannig,
að bezta lausnin fáist fyrir aðalkerfið". Það er
náttúrulega mjög oft, sem menn verða að sætta
sig við það, að bezta lausn verði ekki fundin.
Lausnin er einungis betri heldur en allar aðrar
lausnir, sem menn hafa komið auga á. Og í
„operations research“, auk þess sem menn reyna
að ,,optimisera“ eða ,,sub-optimisera“, verða
menn oft að sætta sig við það eitt, að samræma,
og bera síðan saman, hvort sú niðurstaða, sem
þá fæst, er betri en sú, sem fékkst áður.
Mér sýnist, að í sambandi við þær kerfisrann-
sóknir, sem ég er viss um að munu fara fram
í framtíðinni á ýmsum þáttum iðnaðar á íslandi,
þurfti að gefa því gaum, að upplýsingar eru yf-
irleitt ekki eins og þær þyrftu að vera, til þess
að vinna þessi verk. En um leið og unnið er að því
að rannsaka þessi kerfi, á að leggja að því drög,
að upplýsingum í framtíðinni verði safnað í því
formi, að vel sé nýtanlegt fyrir kerfisrannsóknir.
1 erindinu minnist Þóroddur á nokkra þætti, sem
erfitt er að meta með kerfisrannsóknum, eða
„operations research" aðferðum. Sem dæmi hef-
ur hann tekið atvinnujafnvægi. Það er náttúr-
lega ógerlegt að meta atvinnujafnvægi til fjár.
En það á hins vegar að vera hægur vandi í kerf-
isrannsóknum að reikna út, hvað svo og svo
mikið atvinnujafnvægi kostar okkur mikið. Segj-
um svo, að úr svona stærðfræðilíkani kæmi það,
að hagstæðasta lausn væri að hafa eina stóra
verksmiðju á Langanesi eða Raufarhöfn, og eng-
ar annars staðar. Þá má meta, hvað kostar að
reka kerfi af þessu tagi, þar sem er bara ein
verksmiðja, og hins vegar þau kerfi, sem taka
tillit til ákveðins atvinnujafnvægis, og mismun-
urinn á kostnaðinum er það, sem það kostar
okkur að hafa atvinnujafnvægið. Þess konar upp-
lýsingar eiga að geta verið mikill stuðningur
fyrir þá stjórnmálamenn og stjórnendur, sem
eiga að taka afstöðu til þess, hvaða leið eigi að
fara.
Það er eitt enn, sem mig langar til að spyrja
Þorodd Sigurðsson að, af því að mér vannst
ekki tími til þess áðan, og ég tók ekki eftir því
fyrr en hann var kominn í ræðustólinn, og það
er varðandi afköst verksmiðjanna. Hvernig á
að skilgreina afköst verksmiðjanna ? Ef verk-
smiðjurnar starfa 8 tíma á dag, eru afköstin
tiltölulega lítil, vinnuaflið tiltölulega ódýrt, en
fjármagnskostnaður tiltölulega hár. Ef þær
vinna hins vegar 24 klst. á sólarhring, þá verð-
ur vinnuaflið dýrara, en fjármagnskostnaður
minni. Hér er líka um atriði að ræða, sem verð-
ur að meta.
Ég er algerlega samþykkur því, sem Þóroddur
dregur fram í þessu erindi, að til þess að geta
gert sér nokkra grein fyrir því, hvernig eigi að
fjárfesta í síldariðnaði, verður fyrst að gera sér
grein fyrir því, hvernig við getum rekið það kerfi
bezt, sem við höfum núna, án þess að fjárfesta
eyri. Það er í reyndinni ekki hægt að gera neinn
samanburð á því, hversu hagstæðar fjárfesting-
ar séu, fyrr en við vitum, hvernig við getum
bezt rekið það kerfi, sem við erum með í hönd-
unum. Varðandi hið hfandi stærðfræðilíkan, þá
vildi ég gjarnan vilja sjá fyrir mér eitt slíkt,
sem þyrfti ekki nema 2 ,,input“ hverju sinni.
Það þyrfti að fá upplýsingar um veiðisvæði og
veiðimagn og í öðru lagi, hvernig ástatt væri
í verksmiðjunum. Á grundvehi þessara atriða
ætti þetta líkan að geta tekið ákvörðun um
það, hvernig væri hagstæðast að skipta veiði-
magninu á verksmiðjurnar á hverjum degi, svo
lengi sem síldarvertíðin stendur. Ég get ekki
látið hjá líða, úr því að þetta tækifæri hefur
gefizt, að benda á það, að þessar kerfisrann-
sóknir eiga ekkert frekar við í síldariðnaði og
síldveiðum, heldur en í öllum öðrum iðnaði og
flestum öðrum atvinnugreinum. Ef við lítum á
sjávarútvegsmálin, þá er síldin og síldveiðamar
aðeins lítill hluti af langtum, langtum stærra
kerfi, kerfi, sem nær til allra fæðutegunda, eða
fisktegunda, sem finnast í sjónum, allt frá veiði
þeirra til útflutningsafurðanna. 1 hafinu eru
ákveðnir fiskstofnar, sem við vitum meira og
minna um. Hvað á að veiða mikið? Hvar og
hvenær? Það er kostnaður að því að veiða fisk-
inn nú og það er líka kostnaður að því að hafa
of mikla vernd, því að hverjar eru líkurnar fyrir
því, að sú síld eða fiskur, sem við veiðum ekki
núna, komi aftur til okkar, þegar hann er orðinn
stærri? Svo spurningin er: Hvað á að veiða
mikið af fiski af hverri stærðargráðu til þess að