Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 301

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 301
TlMARIT VFl 1967 299 efnum fleygir nú fram víða um heim, og eru margir þeirrar skoðunar, að næstu ár eða ára- tugi verði sívaxandi hluti matvæla seldur þannig. Fyrir nokkru talaði ég t.d. við forstöðumann vel þekkts dansks fyrirtækis, sem nú selur mikið af fiskblokkum til Bandaríkjanna. Hann sagði, að bæði hann og ýmsir aðrir í Danmörku væru að undirbúa mikla aukningu á framleiðslu tilbú- inna fiskrétta og reiknaði frekar með, að eftir 2- 3 ár mundu þeir selja meirihlutann af flökun- um matreidd að meira eða minna leyti. Það er alkunna, að með góðri matreiðslu má gera úr algengustu fisktegundum okkar, svo sem þorski, ýsu og síld, hina ljúffengustu rétti, sem flestir neytendur kunna hins vegar alls ekki að tilreiða. Þess vegna virðist eðlilegt, að framleið- endurnir taki af neytendunum ómakið og geri það sjálfir á miklu umfangsmeiri hátt en hingað til hefir verið gert. Ýmsar vörur í þessum flokki eru þegar á markaðinum. Auk hinna velþekktu og áður nefndu vörutegunda, sem annaðhvort eru þegar steiktar eða tilbúnar til steikingar, má nefna t.d. beinlausa, smáa rauðsprettu til- búna á pönnuna, sem danskt fyrirtæki er frægt fyrir, kolaflök í sósum og þorsk- og ýsuflök með sósum o.fl. tilbúin til suðu í plastpokum. Þarna eru áreiðanlega mjög mikilvæg verkefni, sem vinna þarf úr, en þar þarf einmitt fyrst og fremst að vanda mjög vel til vörunnar og gera t.d. sósurnar þannig, að þær séu verulega betri en hver meðal húsmóðir kann eða nennir að gera þær. Svo þarf auðvitað sölumennsku í ríkum mæli og kynningarstarfsemi. Svíar hafa líklega gengið lengra í því að fram- leiða ýmsa frysta fiskrétti en flestir aðrir, en svo sem kunnugt er standa þeir öllum öðrum framar í tilreiðslu allskonar ljúfmetis úr síld. Er vafa- laust að reynsla þeirra á því sviði hefir stuðlað að örari þróun í öðrum fiskafurðum. Fyrir a.m.k. 6—7 árum var fyrirtækið ,,ABBA“ komið með 3— 4 ágæta fiskrétti, og var mér þá sagt þar, að salan gengi svo vel, að þeir hefðu að mestu misst áhugann á að framleiða venjuleg fryst flök. Síðan hafa fyrirtækin Findus og Felix þar í landi tekið forustuna, og mér er nær að halda, að þau líti nú í vaxandi mæli á venjuleg flök frek- ar sem hi’áefni, heldur en markaðsvöru. En frá þessum fyrirtækjum koma nú fjölmargir frystir fiskréttir hver öðrum Ijúffengari. Upptalning á þessum réttum er óþörf hér, en þó má nefna fisk „au gratin“, fiskbollur í ýmsum sósum, t.d. rækjusósu og humarsósu. Forráðamenn Findus segja sjálfir, að svo að segja allar nýjar vöru- tegundir, sem þetta ört vaxandi fyrirtæki hafi sett á markaðinn undanfarin 5—6 ár, séu þannig tilbúnir réttir, og að sala þeirra sé þegar orðin 25—30% af heildarveltunni. Ef dæma má eftir hinum öra vexti þessara fyrirtækja og eftir þeirri áherzlu, sem þau leggja á fullvinnslu, hlýtur hagnaðurinn af þessu að vera meiri en af nokkru öðru, þrátt fyrir kostn- aðarsamar tilraunir og auglýsingastarfsemi. Fyrir hverja vörutegund sem „slær í gegn“ eru að jafnaði fjölmargar aðrar prófaðar og t.d. er haft eftir forstjóra Bird’s Eye í Englandi, sem nú framleiðir einar 60—70 tegundir frystra mat- væla, að á móti hverri tegund, sem náð hafi árangri, hafi 10 verið reyndar en ekki náð því að verða lífvænlegar á markaðinum. Findus seg- ist nú vera með um 100 nýjar vörutegundir í athugun, þar af allmargar úr fiski. Notkun landbúnaðarafurða Á sviði tilbúinna matvæla höfum við Islend- ingar vafalaust ýmsa sérstöðu, óhagstæða vegna skorts á heimamarkaði, en kannski getum við þó notað hana með jákvæðum árangri. Ég ætla að leyfa mér að nefna hér þrjár eða fjórar vörutegundir, sem ég hefi hugsað talsvert um og prófað að framleiða með, að ég tel, mjög álit- legum árangri. Ég held að úr þeim, eða öðrum svipuðum megi gera mikinn útflutning og jafn- framt stofna til dálítið skemmtilegrar samvinnu fiskiðnaðar og landbúnaðar. Undanfarið hefir mikið verið rætt um hið svo- kallaða smjörfjall — hundruð tonna af fyrir- myndar smjöri, sem, þrátt fyrir óhugnanlegar niðurgreiðslur, hefir ekki tekizt að selja innan lands eða utan. Þorskflök í kryddaðri smjörsósu eru herramannsmatur. Hann er meira að segja til á markaði erlendis, og tilraunir, sem hér hafa verið gerðar, hafa sýnt að þessi vara gæti öðl- ast vinsældir. Nokkur þúsund tonn af svona mat færu langt með smjörfjallið. Væri ekki réttara að nota verulegan hluta af þeim milljónatugum, sem renna til styrktar landbúnaðinum, til að byggja upp varanlega markaði fyrir svona rétti erlendis, heldur en að fleygja peningunum í hinar endalausu niðurgreiðslur, sem til einskis leiða nema vaxandi vandræða? Ostinn okkar gengur oft illa að selja, en á dýrustu veitingastöðum erlendis kaupa menn háu verði fisk „au gratin“, í osti eða í ýmsum osta- sósum. Þar getur verið um að ræða þorsk, ýsu, flatfisk eða hér um bil hvaða fisk sem er. Ég hefi lítils háttar prófað að selja hér á markaðin- um fisk í ostasósu í pokum, sem síðan eru soðnir. Þetta þykir góður matur, og má þó vafalaust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.