Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 301
TlMARIT VFl 1967
299
efnum fleygir nú fram víða um heim, og eru
margir þeirrar skoðunar, að næstu ár eða ára-
tugi verði sívaxandi hluti matvæla seldur þannig.
Fyrir nokkru talaði ég t.d. við forstöðumann
vel þekkts dansks fyrirtækis, sem nú selur mikið
af fiskblokkum til Bandaríkjanna. Hann sagði,
að bæði hann og ýmsir aðrir í Danmörku væru
að undirbúa mikla aukningu á framleiðslu tilbú-
inna fiskrétta og reiknaði frekar með, að eftir
2- 3 ár mundu þeir selja meirihlutann af flökun-
um matreidd að meira eða minna leyti.
Það er alkunna, að með góðri matreiðslu má
gera úr algengustu fisktegundum okkar, svo sem
þorski, ýsu og síld, hina ljúffengustu rétti, sem
flestir neytendur kunna hins vegar alls ekki að
tilreiða. Þess vegna virðist eðlilegt, að framleið-
endurnir taki af neytendunum ómakið og geri
það sjálfir á miklu umfangsmeiri hátt en hingað
til hefir verið gert. Ýmsar vörur í þessum flokki
eru þegar á markaðinum. Auk hinna velþekktu
og áður nefndu vörutegunda, sem annaðhvort
eru þegar steiktar eða tilbúnar til steikingar,
má nefna t.d. beinlausa, smáa rauðsprettu til-
búna á pönnuna, sem danskt fyrirtæki er frægt
fyrir, kolaflök í sósum og þorsk- og ýsuflök
með sósum o.fl. tilbúin til suðu í plastpokum.
Þarna eru áreiðanlega mjög mikilvæg verkefni,
sem vinna þarf úr, en þar þarf einmitt fyrst og
fremst að vanda mjög vel til vörunnar og gera
t.d. sósurnar þannig, að þær séu verulega betri
en hver meðal húsmóðir kann eða nennir að gera
þær. Svo þarf auðvitað sölumennsku í ríkum
mæli og kynningarstarfsemi.
Svíar hafa líklega gengið lengra í því að fram-
leiða ýmsa frysta fiskrétti en flestir aðrir, en svo
sem kunnugt er standa þeir öllum öðrum framar
í tilreiðslu allskonar ljúfmetis úr síld. Er vafa-
laust að reynsla þeirra á því sviði hefir stuðlað
að örari þróun í öðrum fiskafurðum. Fyrir a.m.k.
6—7 árum var fyrirtækið ,,ABBA“ komið með
3— 4 ágæta fiskrétti, og var mér þá sagt þar, að
salan gengi svo vel, að þeir hefðu að mestu
misst áhugann á að framleiða venjuleg fryst
flök. Síðan hafa fyrirtækin Findus og Felix þar
í landi tekið forustuna, og mér er nær að halda,
að þau líti nú í vaxandi mæli á venjuleg flök frek-
ar sem hi’áefni, heldur en markaðsvöru. En frá
þessum fyrirtækjum koma nú fjölmargir frystir
fiskréttir hver öðrum Ijúffengari. Upptalning á
þessum réttum er óþörf hér, en þó má nefna
fisk „au gratin“, fiskbollur í ýmsum sósum, t.d.
rækjusósu og humarsósu. Forráðamenn Findus
segja sjálfir, að svo að segja allar nýjar vöru-
tegundir, sem þetta ört vaxandi fyrirtæki hafi
sett á markaðinn undanfarin 5—6 ár, séu þannig
tilbúnir réttir, og að sala þeirra sé þegar orðin
25—30% af heildarveltunni.
Ef dæma má eftir hinum öra vexti þessara
fyrirtækja og eftir þeirri áherzlu, sem þau leggja
á fullvinnslu, hlýtur hagnaðurinn af þessu að
vera meiri en af nokkru öðru, þrátt fyrir kostn-
aðarsamar tilraunir og auglýsingastarfsemi.
Fyrir hverja vörutegund sem „slær í gegn“ eru
að jafnaði fjölmargar aðrar prófaðar og t.d. er
haft eftir forstjóra Bird’s Eye í Englandi, sem
nú framleiðir einar 60—70 tegundir frystra mat-
væla, að á móti hverri tegund, sem náð hafi
árangri, hafi 10 verið reyndar en ekki náð því
að verða lífvænlegar á markaðinum. Findus seg-
ist nú vera með um 100 nýjar vörutegundir í
athugun, þar af allmargar úr fiski.
Notkun landbúnaðarafurða
Á sviði tilbúinna matvæla höfum við Islend-
ingar vafalaust ýmsa sérstöðu, óhagstæða vegna
skorts á heimamarkaði, en kannski getum við
þó notað hana með jákvæðum árangri. Ég ætla
að leyfa mér að nefna hér þrjár eða fjórar
vörutegundir, sem ég hefi hugsað talsvert um
og prófað að framleiða með, að ég tel, mjög álit-
legum árangri. Ég held að úr þeim, eða öðrum
svipuðum megi gera mikinn útflutning og jafn-
framt stofna til dálítið skemmtilegrar samvinnu
fiskiðnaðar og landbúnaðar.
Undanfarið hefir mikið verið rætt um hið svo-
kallaða smjörfjall — hundruð tonna af fyrir-
myndar smjöri, sem, þrátt fyrir óhugnanlegar
niðurgreiðslur, hefir ekki tekizt að selja innan
lands eða utan. Þorskflök í kryddaðri smjörsósu
eru herramannsmatur. Hann er meira að segja
til á markaði erlendis, og tilraunir, sem hér hafa
verið gerðar, hafa sýnt að þessi vara gæti öðl-
ast vinsældir. Nokkur þúsund tonn af svona mat
færu langt með smjörfjallið. Væri ekki réttara
að nota verulegan hluta af þeim milljónatugum,
sem renna til styrktar landbúnaðinum, til að
byggja upp varanlega markaði fyrir svona rétti
erlendis, heldur en að fleygja peningunum í hinar
endalausu niðurgreiðslur, sem til einskis leiða
nema vaxandi vandræða?
Ostinn okkar gengur oft illa að selja, en á
dýrustu veitingastöðum erlendis kaupa menn háu
verði fisk „au gratin“, í osti eða í ýmsum osta-
sósum. Þar getur verið um að ræða þorsk, ýsu,
flatfisk eða hér um bil hvaða fisk sem er. Ég
hefi lítils háttar prófað að selja hér á markaðin-
um fisk í ostasósu í pokum, sem síðan eru soðnir.
Þetta þykir góður matur, og má þó vafalaust