Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 315
TlMARIT VPÍ 1967
313
Dr. Signrður Pétursson:
Herra fundarstjóri. Það er orðið áliðið og ég
skal ekki vera langorður. Það er erfitt að vera
spámaður í sínu föðurlandi, en dr. Jakob Sig-
urðsson hefur verið talinn spámaður hér, hvað
snertir niðursuðu. Ég hef stundum tekið þátt í
þessum spádómum líka, og ég hef þá trú, að
okkar spádómar muni einhvern tíma rætast. Það
voru nokkur atriði, sem mig langaði að minnast
á í sambandi við ræðu dr. Jakobs. Hann er trú-
aður á síldina eins og ég. En það er eitt í því
máh, og það er að dósir eru dýrar. Það sem við
vonumst eftir og hlýtur að koma, eru ódýrari
umbúðir, eins og ég minntist á í gær eða fyrra-
dag. Umbúðir úr áli, álþynnum eða plasti, sem
hægt er að sterílisera, ættu að geta lækkað
framleiðslukostnaðinn til stórra muna. Þetta er
það, sem við vonum. Dr. Jakob minntist á að
starfrækja saman niðursuðu og niðurlagningu
og einhvern annan iðnað, eins og t.d. hraðfryst-
ingu. Við vitum það, að frystihús standa ónotuð,
og ýmsar vélar eru þar og fastráðið fólk og
slíkt. Þetta virðist vera mjög æskilegt, í það
minnsta fyrir niðurlagða vöru. Við vitum að
eitt fyrirtæki hér, Júpiter og Marz, hefur lagt út
í slíkt. Þar hefur verið sett upp sjólaxaverk-
smiðja, en hún er ekki starfrækt. En það er ekki
vegna þess, að rangt sé að reka saman frysti-
hús og sjólaxaverksmiðju, heldur er það annað,
sem kemur til greina. Það eru byrjunarerfiðleik-
ar eins og annars staðar, sem valda því, að eig-
endurnir hafa ekki trú á því að þetta borgi sig,
eða að það þýði nokkuð að vera að eyða pening-
um í þetta. Það var verið að minnast á við mig
í gær út af tilvonandi niðursuðu á lifur, að það
væri ákaflega erfitt að ná í nóg af góðri lifur.
Það hlyti alltaf að verða mikill úrgangur. Það
er líklegast eina ráðið að reka lifrarniðursuðu 1
sambandi við lifrarbræðslu. Það var minnzt á að
frysta síldarflök og gaffalbita. Það er mjög vel
mögulegt. Danir hafa gert þetta. Og það hefur
verið gert hér á Islandi, að vísu óviljandi. Og
ég verð að segja, að ég hef sjaldan smakkað
eins góða gaffalbita eins og úr þeim dósum,
þegar þær voru teknar upp eftir marga mánuði.
Geymslumöguleikarnir aukast, þegar hægt er að
taka svona vörur, sem hvergi er annars tekin
nema 6 mánaða ábyrgð á, og geyma hana í
frystihúsi miklu lengur og setja hana svo á
markaðinn. Þetta er engin goðgá. Erfiðleikinn
er aðeins sá, að í mörgum löndum, eins og t.d.
í Frakklandi, eru htlar kæligeymslur. Það er
hin svokallaða kælikeðja, sem þrýtur svo víða,
þegar komið er inn í landið, vegna þess að þar
er lítið um kæliskápa og búðir hafa ekki feng-
izt við að selja frysta vöru.
í sambandi við notkun á þorskfiskum þá ætla
ég að minnast á það, að í Frakklandi er til vara
sem kölluð er ,,brandade“. Hún er búin til úr
þorski, en ég veit ekki nákvæmlega hvernig það
er gert. Fiskurinn mun vera eitthvað þurrkað-
ur, blandað í olíu, hnoðað síðan og látið í dósir.
Þetta er ágæt vara og mjög ódýr. Eftir því, sem
ég veit bezt, þá er talsvert selt af þessu í
Frakklandi.
Dr. Jakob Sigurðsson minntist á að nota land-
búnaðarafurðir með sjávarafurðum, svo að þær
gætu hjálpað til þess að selja hvor aðra. Það
er til ein slík vara, sem er ákaflega góð. Það er
kræklingur í smjöri. Hann er gerður í Svíþjóð.
Nú, að nota humarklær, það hefur okkur dottið
í hug, og það höfum við gert. 1 Rannsóknastofn-
un Fiskiðnaðarins höfum við malað humarklær
og soðið og gert súpur og sósur úr soðinu.
Dr. Jakob minntist á hvalkjöt. Norðmenn sjóða
niður ákaflega mikið af hvalkjöti og það getum
við vafalaust líka gert.
Hvað minkaeldi snertir, þá er ég alveg sam-
mála dr. Jakobi Sigurðssyni.
Og að lokum. Við skulum minnast þess, að
það er skortur á eggjahvítuefnum í heiminum.
Það hefur verið talað um að framleiða eggja-
hvituefni úr olíu og eggjahvítuefni úr svifi. En
ég er viss um það, að löngu áður en að því
kemur, þá verðum við búnir að hagnýta allan
okkar fisk til manneldis, allt sem við getum veitt
af fiski og allt, sem við getum ræktað af fiski.
Dr. Jakob Sigurðsson:
Þessar umræður hafa því miður snúizt dálítið
um önnur efni en til var ætlazt. Hér hafa verið
vaktir upp tveir draugar, sem ég sé ekki ástæðu
til að vera mjög langorður um. Sveinn Bene-
diktsson talaði um erfiðleika á því að selja síld,
niðursoðna og niðurlagða, og um það, að Síld-
arverksmiðjur ríkisins hefðu tapað verulegum
peningum á því að selja niðurlagða síld til Rúss-
lands, kr. 3.635.000 sagði hann, en mér skildist
að meiri hlutinn af henni hefði farið þangað. Ég
rengi náttúrlega ekki þessa tölu, en hitt finnst
mér dálítið einkennilegt við hana, að ég veit
ekki betur heldur en að verksmiðjueigendur
einkaframtaksins leggi mjög mikla áherzlu á að
fá sem mest af þessari sölu til Rússlands, og svo
virðist að þeir gætu varla lagt mjög mikla
áherzlu á það, ef þeir töpuðu öðru eins. Þetta,
að það væri kominn markaður fyrir 33^2 millj.
krónur á ári eftir tveggja ára sölu, það finnst