Andvari - 01.01.1973, Side 23
ANDVARI
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
21
manna og stálminnugir sögumenn lögðu það jafnvel fyrir sig ættlið eftir
ættlið að rniðla öðrurn af fróðleik sínum.
Aður hefur verið hér að því vikið, að þegar á fyrstu árurn sínum
vestur í Kóranesi og Straumfirði hafi Ásgeir orðið fyrir hollum og harla
djúptækum áhrifum, einkurn undir handleiðslu hinnar góðu og óvenju-
vitru móður, og þó að hann hlyti síðar ágæta fræðara, læsi fjölmargt
merkustu erlendra sem innlendra fræði- og snilldarrita, nyti lengst ævi
samvista við ástríka, gáfaða og menntaða eiginkonu, færi um flestar byggð-
ir lands síns og hefði náin kynni af ýkjamörgum löndurn sínum af öllum
stéttum og á ýmsum aldri — og auk alls þessa legði leiðir sínar vítt um
hinn menntaða heim og hitti þar og ræddi við rnarga jafnvel heimskunna
menn, varð honum það æ ljósara, eftir því sem árin færðust yfir hann, að
Mýrarnar og Mýramenn höfðu átt ónretanlegan þátt í þroska hans til
manndóms, mannþckkingar og víðsýnis.
Þegar foreldrar Ásgeirs fluttust til Reykjavíkur, settust þau að i gamla
bænurn í Holti, en þar eð fjárhagur þeirra var yfirleitt frekar þröngur,
hjuggu þau síðan næstu árin í fleiri en einu leiguhúsnæði, unz þau flutt-
ust í nýtt hús á Holtstúninu gamla, og þar lrjuggu þau síðan í eigin húsi,
unz Jensína Björg lézt, en það var árið 1928. Hún kvaddi þennan heim
eftir langt og þrotlaust starf og oft ærna erfiðleika, en hvorki bognaði hún
né brotnaði, fann alltaf fullnægju sem góð og skilningsrík eiginkona og
frábærlega umhyggjusöm móðir, var alltaf veitul, ráðholl vinum og leysti
margan vanda þeirra og annarra, hvað sem leið hennar högum, og alltaf sá
hún einhvers staðar til sólar, þótt að syrti, enda hélt hún til æviloka reisn
sinni og har jafnan höfuðið hátt.
I Reykjavík hófust þegar námsár Ásgeirs. Fyrst var honum komið
með elztu systkinum sínum til lestrarkennslu hjá konu, sem tók að sér
að kenna smábörnum. Revndist hann þá þegar læs, og sagði hann síðar, að
hann vissi varla, hvenær og hvernig hann hefði lært að lesa, en oft hafði
hann litið í hækur. Síðan fór hann í barnaskóla og vegnaði þar vel, en
auk þess var heimilið alltaf skóli í fræðum, sem börnum hentuðu. Önnum
kafin móðirinn gaf sér vonum oftar tíma til að segja hörnum sínum sögur
°g síðan útvega þeim hækur til lestrar, og er þar fyrst að nefna íslendinga-
sögur, Þjóðsögur Jóns Árnasonar og Þúsund og eina nótt.