Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Síða 23

Andvari - 01.01.1973, Síða 23
ANDVARI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 21 manna og stálminnugir sögumenn lögðu það jafnvel fyrir sig ættlið eftir ættlið að rniðla öðrurn af fróðleik sínum. Aður hefur verið hér að því vikið, að þegar á fyrstu árurn sínum vestur í Kóranesi og Straumfirði hafi Ásgeir orðið fyrir hollum og harla djúptækum áhrifum, einkurn undir handleiðslu hinnar góðu og óvenju- vitru móður, og þó að hann hlyti síðar ágæta fræðara, læsi fjölmargt merkustu erlendra sem innlendra fræði- og snilldarrita, nyti lengst ævi samvista við ástríka, gáfaða og menntaða eiginkonu, færi um flestar byggð- ir lands síns og hefði náin kynni af ýkjamörgum löndurn sínum af öllum stéttum og á ýmsum aldri — og auk alls þessa legði leiðir sínar vítt um hinn menntaða heim og hitti þar og ræddi við rnarga jafnvel heimskunna menn, varð honum það æ ljósara, eftir því sem árin færðust yfir hann, að Mýrarnar og Mýramenn höfðu átt ónretanlegan þátt í þroska hans til manndóms, mannþckkingar og víðsýnis. Þegar foreldrar Ásgeirs fluttust til Reykjavíkur, settust þau að i gamla bænurn í Holti, en þar eð fjárhagur þeirra var yfirleitt frekar þröngur, hjuggu þau síðan næstu árin í fleiri en einu leiguhúsnæði, unz þau flutt- ust í nýtt hús á Holtstúninu gamla, og þar lrjuggu þau síðan í eigin húsi, unz Jensína Björg lézt, en það var árið 1928. Hún kvaddi þennan heim eftir langt og þrotlaust starf og oft ærna erfiðleika, en hvorki bognaði hún né brotnaði, fann alltaf fullnægju sem góð og skilningsrík eiginkona og frábærlega umhyggjusöm móðir, var alltaf veitul, ráðholl vinum og leysti margan vanda þeirra og annarra, hvað sem leið hennar högum, og alltaf sá hún einhvers staðar til sólar, þótt að syrti, enda hélt hún til æviloka reisn sinni og har jafnan höfuðið hátt. I Reykjavík hófust þegar námsár Ásgeirs. Fyrst var honum komið með elztu systkinum sínum til lestrarkennslu hjá konu, sem tók að sér að kenna smábörnum. Revndist hann þá þegar læs, og sagði hann síðar, að hann vissi varla, hvenær og hvernig hann hefði lært að lesa, en oft hafði hann litið í hækur. Síðan fór hann í barnaskóla og vegnaði þar vel, en auk þess var heimilið alltaf skóli í fræðum, sem börnum hentuðu. Önnum kafin móðirinn gaf sér vonum oftar tíma til að segja hörnum sínum sögur °g síðan útvega þeim hækur til lestrar, og er þar fyrst að nefna íslendinga- sögur, Þjóðsögur Jóns Árnasonar og Þúsund og eina nótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.