Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1973, Síða 43

Andvari - 01.01.1973, Síða 43
ANDVAIÍI ÁSC.EIR ÁSGEIRSSON 41 Gunnlaugur benti Ásgeiri síðan á að bitta að máli Ólaf skólastjóra Ólafsson frá Haukadal, og á bans fund fór Ásgeir. Ólafur tók honum býrbrosandi, sagði, að þeir væru fjórmenningar að skyldleika og væri hann velkominn. Ekki tók húsfreyjan honum síður, en hún bét Kristín og var frá Efraseli í Hrunamannahreppi. Hjá þessum hjónum átti Ásgeir svo samastað í hvert sinn, sem hann lagði leið sína til Þingeyrar. Nú kom Snorri Sigfússon vestur, og var hann síðan öruggust stoð Asgeirs um kynningu og hvers konar fyrirgreiðslu vestan Súgandafjarðar, en þar var Friðrik Hjartar ekki aðeins skólastjóri, heldur og vinsæll og áhrifaríkur borgari, og Þóra Jónsdóttir kona hans ættmörg og hvers manns hugljúfi, og stóð Ásgeiri heimili þeirra opið að þessu sinni og æ síðan. meðan þau hjón voru á Suðureyri. Þarf svo ekki að hafa mörg orð um það, að hann aflaði sér mannheillar með framkomu sinni og málflutningi jafnt á frainboðsfundum og utan þeirra, enda var hann kosinn með 280 atkvæða meirihluta, hlaut 62 af hundraði greiddra og gildra atkvæða. Sá, sem þetta ritar, getur ekki setið á sér að segja tvær stuttar sögur, sem lýsa því glögglega í fari Ásgeirs Ásgeirssonar, senr verður að telj- ast frekar ólíklegt til kjörfylgis, en mun þó hafa haft slík áhrif vestra. Fyrsti framboðsfundurinn haustið 1923 var haldinn á Suðureyri, en að morgni fundardagsins voru framhjóðendurnir staddir á Flateyri og nokkrir vildarmenn þeirra, sem hugðust sækja fundinn. Ekki þótti fært að leggja á Klofningsheiði, því að mjög var hvasst og kalsalegt, brattinn feiknamikill og auk þess leiðin svelluð. Ekki þótti heldur Flateyringum fær sjóleiðin til Súgandafjarðar, en Súgfirðingar vildu, að fundurinn yrði haldinn þennan dag, þar eð enginn fornraður hafði talið fært til liskjar. Og Friðriki Hjartar tókst að fá roskinn sægarp, Hannes Gests- son, til að sækja frambjóðendurna og föruneyti þeirra. Þegar Hannes hafði lagt að bryggju á Flateyri, var hann spurður, hvernig sjórinn væri fyrir Sauðanesið. Hann svaraði aðeins: „Llfinn." I fyrstu reyndist sjór tiltölulega sléttur út með hlíðinni, en brátt þyngdi í sjó, og varð f lannes að fara djúpleið fyrir nesið. Var þar stór- sjór og feikna ágjöf. Ásgeir stóð á skutþiljum hjá Hannesi, en förunautar hans lágu sjóveikir frammi í stafnklefa. Úti fyrir miðju nesinu skreið háturinn fram af það rismikilli öldu, að hann skall svo hart niður að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.