Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 43
ANDVAIÍI
ÁSC.EIR ÁSGEIRSSON
41
Gunnlaugur benti Ásgeiri síðan á að bitta að máli Ólaf skólastjóra
Ólafsson frá Haukadal, og á bans fund fór Ásgeir. Ólafur tók honum
býrbrosandi, sagði, að þeir væru fjórmenningar að skyldleika og væri
hann velkominn. Ekki tók húsfreyjan honum síður, en hún bét Kristín
og var frá Efraseli í Hrunamannahreppi. Hjá þessum hjónum átti Ásgeir
svo samastað í hvert sinn, sem hann lagði leið sína til Þingeyrar.
Nú kom Snorri Sigfússon vestur, og var hann síðan öruggust stoð
Asgeirs um kynningu og hvers konar fyrirgreiðslu vestan Súgandafjarðar,
en þar var Friðrik Hjartar ekki aðeins skólastjóri, heldur og vinsæll og
áhrifaríkur borgari, og Þóra Jónsdóttir kona hans ættmörg og hvers manns
hugljúfi, og stóð Ásgeiri heimili þeirra opið að þessu sinni og æ síðan.
meðan þau hjón voru á Suðureyri. Þarf svo ekki að hafa mörg orð um
það, að hann aflaði sér mannheillar með framkomu sinni og málflutningi
jafnt á frainboðsfundum og utan þeirra, enda var hann kosinn með 280
atkvæða meirihluta, hlaut 62 af hundraði greiddra og gildra atkvæða.
Sá, sem þetta ritar, getur ekki setið á sér að segja tvær stuttar sögur,
sem lýsa því glögglega í fari Ásgeirs Ásgeirssonar, senr verður að telj-
ast frekar ólíklegt til kjörfylgis, en mun þó hafa haft slík áhrif vestra.
Fyrsti framboðsfundurinn haustið 1923 var haldinn á Suðureyri,
en að morgni fundardagsins voru framhjóðendurnir staddir á Flateyri og
nokkrir vildarmenn þeirra, sem hugðust sækja fundinn. Ekki þótti fært
að leggja á Klofningsheiði, því að mjög var hvasst og kalsalegt, brattinn
feiknamikill og auk þess leiðin svelluð. Ekki þótti heldur Flateyringum
fær sjóleiðin til Súgandafjarðar, en Súgfirðingar vildu, að fundurinn
yrði haldinn þennan dag, þar eð enginn fornraður hafði talið fært til
liskjar. Og Friðriki Hjartar tókst að fá roskinn sægarp, Hannes Gests-
son, til að sækja frambjóðendurna og föruneyti þeirra. Þegar Hannes
hafði lagt að bryggju á Flateyri, var hann spurður, hvernig sjórinn væri
fyrir Sauðanesið. Hann svaraði aðeins:
„Llfinn."
I fyrstu reyndist sjór tiltölulega sléttur út með hlíðinni, en brátt
þyngdi í sjó, og varð f lannes að fara djúpleið fyrir nesið. Var þar stór-
sjór og feikna ágjöf. Ásgeir stóð á skutþiljum hjá Hannesi, en förunautar
hans lágu sjóveikir frammi í stafnklefa. Úti fyrir miðju nesinu skreið
háturinn fram af það rismikilli öldu, að hann skall svo hart niður að