Andvari - 01.01.1973, Síða 96
94
GUNNAR ÁUNASON
ANDVARI
Jónas Hallgrímsson nefnir aldrei Heilagan anda sem sjálfstæða persónu, en
aftur á móti talar hann stundum um anda Guðs. Þar á meðal í einhverju fegursta
og sárasta og þó ljúfasta andvarpi til hins líknsama Guðs, sem liðið hefur af
íslenzkum vörum:
Felldur em eg við foldu andi Guðs á mig andi,
frosinn og má ei losast, ugglaust mun eg þá huggast.
Skáldið fer fögrum og lotningarfullum orðum um kirkjuria sem Guðs
musteri í þessu snilldarerindi:
Bera bý en þaðan koma Ijós
bagga skoplítinn hin logaskæru
hvert að húsi heim; á altari ins göfga Guðs.
Faguryrðum fer Jónas líka um skírnina í Þakkarkvæðinu til Thorvaldsens.
Það er einkenni alls þorra íslendinga, að þeir gera sér ekki ljóst, hvað kirkjan
er í eiginlegri merkingu og hvert er hennar höfuðhlutverk. Hún er félag kristinna
manna nú eins og á hennar fyrstu dögum og skylt að efla kristnina innbyrðis og
einnig boða hana út á við. Þetta á bæði við um félagið og einstaka meðlimi.
Prestsskapurinn er þjónsstarf, en ekki yfirdrottnun. Kristlyndi leikra og lærðra
ræður mestu um gildi þeirra í kirkjunni.
Það er vikið að þessu af því, að urn skeið lék Jónasi Hallgrímssyni eins og
fyrr segir hugur á að verða prestur, en var hægt frá því af skammsýnum yfir-
völdum. Þó verður ekki efað, að hann hefði um aldir varpað Ijóma á prestastétt-
ina og haft heillarík áhrif bæði í stól og á stéttum. Til þess hafði hann heila og
hjarta. Málsnilli hans og ljúflyndi lifir enn í huga þjóðarinnar. Líklegt er, að hann
hefði ort ódauðlega sálma. En stjórnvöldin skorti bæði skilning og vilja til að veita
honum brauð. Aðrir þurftu að sitja fyrir. Og þá höfðu hinir æðstu ráðamenn ekki
neina löngun til að láta söfnuðina velja sér presta. Það kom sér oft vel fyrir valda-
mennina að geta úthlutað brauðunum að vild sinni.
Jónas lætur engan gjalda þess, þótt hann væri settur svona hjá. Hann var
of rnikill og ljúfur til að leggja sig niður við það. Eins er athyglis- og minnisvert,
að hann kastar aldrei hnútum að „kirkjunni", sem ósjaldan hefur verið í tízku
meðal íslenzkra skálda, allt frá dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar.
Hinn svokallaði rétttrúnaður lýsti sér m. a. í því, að menn héldu mjög synda-
fallssögunni á loft og gjörspillingu mannanna, svo að öllum væri hugstætt, að
þeir kæmust ekki hjá „reiði" Guðs né slyppu við eilífar vítiskvalir, nema þeir
sakir iðrunar hreinsuðust fyrir „blóð lamhsins". Upplýsingin dró hins vegar mikið
úr sektartilfinningunni með því að vekja þá hugsun, að syndin væri ósjaldan