Andvari - 01.01.1973, Side 140
138
ÞÓRÐllR JÓNSSON
ANDVARI
Athugun á náttúrufyrirbærum er ekki nema ein aðferð til að afla vitn-
eskju um tilveruna. Guðmundur segir, að „tilraunir séu beinasti og bezti veg-
urinn til þekkingar, livar sem þeim verður við kornið" (41. bls.). Þrátt fyrir
það að tilraunir séu grundvöllur vísindanna, verðum vér að liafa í buga orð
Alberts Einsteins: „Kenningu má sanna með tilraun, en engin tilraun getur
nokkurn tímann leitt af sér kenningu.“ Frjálst, skapandi ímyndunarafl rnanns-
ins er uppspretta vísindanna jafnt og heimspekinnar. Það má ekki gleymast,
þótt lnð frjálsa ímyndunarafl sé að vissu leyti skorðað innan þeirra marka,
er reynsluþekkingin setur oss. Afstæðiskenning Einsteins er bezta dæmið um
hreina bugarsmíð í vísindum. Fullvíst má telja, að bún liefði aldrei orðið til,
el allir eðlisfræðingar lielðu baldið sig innan veggja tilraunastofanna.
„Náttúruvísindin eru allt af að rannsaka orsakir fyrirbrigðanna" (46. bls.),
segir Guðmundur. Orsök atburðar er binn óhjákvæmilegi fyrirfari bans. Dæmi
um það er sjóðandi vatn og upphitun þess. Uppbitun vatnsins er óbjákvæmi-
legur undanfari suðunnar. Þetta nefnum vér orsakalögmálið. Fyrirbrigði skilj-
um vér þá fyrst, er vér böfum fundið, í hvaða orsakasamhengi það stendur.
Um líkt leyti og Guðmundur flutti fyrirlestra sína, var að þróast á
meginlandi Evrópu kenning í eðlisfræði, er nefnist skammtafræði og hefur
kippt fótum undan orsakalögmálinu í eðlisfræði. Greining Guðmundar á
binu vísindalega sambengi var því úrelt orðin, er bún var rituð. Sumum
kemur spánskt fyrir sjónir, að orsakalögmálið gildi ekki. Það sýnir glöggt,
að kenningar vorar um eðli heimsins, einkum þó í eðlisfræði, eru ekkert annað
en stærðfræðilegar ímyndir, sem vér notum til að fá samhengi í þekkingu
vora. Vér höfum ekki hina minnstu ástæðu til að ætla, að orsakalögmálið
gildi a priori.
Þar sem athugun og tilraun lýkur, taka rökhugsun og tilgáta við. LTm
það fjallar 4. kapítuli. A 47. bls. segir:
,,Ac) halda eitthvað nm einhvern hlut er að búast við því, að hann
hafi eiginleiliJ, sem maður að vísu skynjar ekki í svipinn, en sem vanir
eru að verða samferða þeim, sem maður þegar hefir skynjað. Vér
kölhnn þetta líka að álykta."
Höfundur lýsir bér því ályktunarformi, sem rökfræðingar nefna samanburðar-
ályktun og er eitthvert öflugasta tæki hugsunarinnar. Tilgáta er bugboð um,
að eitthvert fyrirbæri, sem er ekki þekkt, hlíti sömu lögmálum og hafi líkingu
við annað fyrirbæri, sem vé þekkjum. Höfundur segir um tilgáturnar, að þær
beini sjóninni í ákveðna átt og skapi þannig athyglina. Skemmtilegar myndlík-
ingar fylgja með þessurn útskýringum. Guðmundur tekur sem dæmi hugmynd