Andvari - 01.01.1973, Page 149
ANDVAIU
HUGUR OG IIEIMUIl GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR
147
fræðina notum vér til að vinna úr þessum upplýsingum. Rökfræðin segir oss
ekkert a priori um veruleikann. Þar af leiðir, að allir „veruleikar í sjálfum
scr“ eru jafnlíklegir, eigi einhver slíkur að vera til. Vér höfum enga ástæðu
til að ætla, að einn taki öðrum fram. Immanúel Kant taldi, að slíkur veru-
leiki væri til, en vér gætum aldrei öðlazt neina vitneskju um hann. Mér
virðist merkingarleysa og lánýti að ræða um þennan veruleika. Þess má geta,
að díalektískir efnishyggjumenn halda því fram, að heimurinn, sem vér skynj-
um, sé heimurinn í sjálfum sér. Þeir telja, að reynslan hafi sýnt það á óyggj-
andi hátt. Þetta er auðvitað firra, því að þá hlyti að hafa merkingu að segja,
að heimurinn, sem vér skynjum, sé ekki hcimurinn í sjálfum sér, en það
hefur í för með sér mótsagnir, eins og vér sáum.
Guðmundur skilgreinir náttúruvísindin sem „samansafn þeirrar reynslu, sem
talið er, að allir menn geti öðlazt, ef þeir fara svo og svo að, ef þeim og þeim
skilyrðum er fullnægt“ (150. bls.). Á sömu síðu: „Þau (þ. e. náttúruvísindin)
taka ekki tillit til þess, sem ekki er sameiginlegt í reynslu manna." Á þennan
skoðunarhátt er auðvelt að fallast, en erfitt að vera ósammála. Spíritistar gætu
þó aldrei viðurkennt þetta, því að engir „skynja“ vofurnar á skyggnilýsingar-
fundum nema miðlarnir. Ég vil gera smáathugasemd á eðlisfræðilegum for-
sendum og vitna til þess, er áður hefur verið sagt um skammtaeðlisfræði.
Sömu skilyrði gefa ekki ætíð sömu niðurstöður, heldur einungis sömu lík-
indi fyrir mismunandi atburðum.
I framhaldi af þessu skilgreinir höfundur sannleik: „Sannindi köllum
vér þær ávísanir á tilveruna, sem hún greiðir oss affallalaust“ (152. bls.).
Á 153. bls. kemst Guðmundur í mótsögn við sjálfan sig, þar sem hann
segir, að stærðfræðileg sannindi megi fá greidd í reynslunni. Það er ekki rétt.
Ef svo væri, væri stærðfræði raunvísindi. Framar í bókinni er Guðmundur
einmitt búinn að segja, að stærðfræði sé frjáls sköpun hugans. Ég geri ráð
fyrir, að Guðmundur eigi við, að náttúrulögmál í stærðfræðibúningi séu
avísanir, sem má fá greiddar í tilverunni.
1 lok kaflans víkur höfundur að þeim sannindum, er gilda ekki jafnt
fyrir alla menn. Hafi ég einhverja skoðun og komi hún heim við tilveruna
i einu og öllu frá mínu sjónarmiði, get ég leyft mér að kalla hana sannindi.
Þyki mér t. d. rjómaís góður, breytir engu, þótt einhverjum öðrum finnist
hann vondur. 1 stuttu máli: „. . . . hver sú ávísun er góð og gild, sem handhafi
fær greidda affallalaust" (154. bls.).
10. kafli ber yfirskriftina Sameign og séreign í tilverunni. Heimurinn
greinist í tvennt. Annars vegar er hinn sameiginlegi rúmheimur allra manna.
Hins vegar er hugarheimur hvers einstaklings, sem hann einn liefur aðgang