Andvari - 01.01.1973, Síða 159
ANDVARI
HUGUR OG HEIMUR GUÐMUNDAR FINNBOGASONAR
157
liöfundar er, „að góður leikari sé í rauninni ekki annað en fullkominn lesandi,
maður, sem skilur af allri sálu sinni og öllum líkama sínum.“
Svo er sem Guðmundur leggi áþekkan skilning í eftirhermur hermikráku
og túlkun leikara á leikpersónu. Hermikrákurnar líkja eftir lifandi mannveru,
sem þær hafa fyrir augunum eða hafa haft fyrir augunum, en leikarar líkja
eftir þeim ímyndum, sem verða til í huga þeirra við lestur leikrita. Ég hygg, að
þessi skilningur sé ekki fjarri sanni, svo langt sem hann nær.
I upphafi 19. kafla, er nefnist Persónur í skáldskap, heldur höfundur því
frarn, að skilningur vor á öðru fólki verði ekki skýrður nema með kenningum
hans og sama gildi um skilning vorn á persónum skáldverkanna. Þessu er
ég ósammála og vísa til fyrri gagnrýni. Mér nægir að skilja fólk og bókmenntir.
Ég hef enga þörf fyrir að skilja, hví ég skil. Ég skil ekki, hvers vegna heimurinn
er til, en samt líkar mér tilveran allvel.
Fjallar kaflinn síðan að mestu um, hvernig sögupersónur skáldanna fæðast
í hugskoti þeirra. Oft er sagt, að skáldin séu ætíð að rita um sjálf sig, þegar
þau semja sögur. Telur Guðmundur, að sögupersónur geti myndazt, er hvatir
og langanir skáldanna fá ekki útrás í athöfnum þeirra. Athafnaþráin brýzt þá
fram í hugarheiminum í gervi ímyndunaraflsins:
„Það er þá auðsætt, að skáldin, sem flestum mönnum fremur eru
gædd ýmsum hneigðum, sem ekki fá afrás í athöfnum, geta skapað
margvíslegar persónur i sögur og leikrit með því að hugsa sig í hin og
þessi lífskjör og gera sér grein fyrir, hvernig þau sjálf mundu hugsa og
tala og hreyta í hverju tilfelli. Persónurnar, er þau leiddu oss fyrir
sjónir, væru þá vaxnar upp af mögiileikum, er sváfu í skáldinu sjálfu
- (334. hls.).
Þetta er ekki ólíkleg tilgáta. Vér þekkjum ótal dæmi þessa frá flestum höfuð-
skáldum heimsmenningarinnar. Þau hafa fjallað um sjálf sig í skáldverkum, leynt
eða ljóst. Auðvitað verðum vér að gæta þess að alhæfa ekki um of, því að flestar
alhæfingar um bókmenntir eru rangar. Greinilegt er, að tíðum verða sögu-
persónurnar til með allt öðrum hætti og jafnvel óskýrðum. Þær smámótast í
undirvitund skáldsins og geta verið af margs konar rótum runnar. Guð-
mundur vitnar til lýsinga Einars Hjörleifssonar Kvarans og Jóns Trausta á
tilurð söguhetja þeirra. Mér virðist meginniðurstaða þeirra vera, að persónurnar
spretti upp úr undirvitundinni meira eða minna fullmótaðar, án þess að skáldið
geri sér fullkomlega Ijóst, lrvers vegna persónurnar eru svona, en ekki einhvern
veginn öðruvísi. Guðmundur Finnhogason kemst svo að orði: