Andvari - 01.01.1973, Side 164
162
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
foreldrum sínum á Lóni í Viðvíkursveit, unz hðnum var komið í Hólaskóla
1795, livaðair hann útskrifaðist 1802. Var svo eitt ár á Uppsum hjá föður-
hróður sínum, séra Gunnari Hallgrímssyni, síðan tvö ár hjá öðrum föðurbróður
sínum, Þorláki Hallgrímssyni, danabrogumanni á Skriðu í Hörgárdal, unz lionum
vorið 1805 var veitt djáknbrauð á Þingeyraklaustri. Árið 1806 giltist hann
guðhræddri og mannorðsgóðri konu, Guðrúnu Gísladóttur, systurdóttur Stefáns
prests í Laufási Halldórssonar. Bjó hún þá á Sveinsstöðum í Þingeyrasókn,
ekkja eftir guðhræddan merkisbónda Jón Magnússon. Höfðu þau hjón átt þrjú
börn sarnan: 1) Þorstein, fjölhæfan liagleiks og skynsemdarmann, er giftist Þor-
björgu Ogmundsdóttur og eignaðist með henni 10 börn. 2) Þuríði, senr giftist
Gunnari Marteinssyni, en dó barnlaus. 3) Guðrúnu, er kvæntist Erlendi Árna-
syni, og hafa þau eignazt 6 börn. Þau Hallgrímur og kona hans hafa nú
— 1835 — verið 29 ár búandi á Sveinsstöðum, og hefir þeirn ekki orðið barna
auðið.
Hallgrími eignast:
1. Tólf sálmar og eitt vers í Viðbæti Messusöngbókarinnar, er fyrst var prent-
aður í Viðeyjarklaustri 1819.
2. Vikusálmar, útgefnir undir nr. 26 í Ritum hins evangel. Smábóka-
félags, Kaupmannahöfn 1821, samt einn sálmur útlagður úr dönsku í
sörnu Rita nr. 19, 1820.
3. Fimmtíu sálmaflokkar ýmislegs efnis, með Viðbæti Þriggja missiraskipta
sálma.
4. Annálar frá Islands byggingu til 1730, við hverja hann tengdi annála
Tómasar lögsagnara Tómassonar á Stóru-Ásgeirsá frá 1731 til 1795, jók
þá nokkuð víða og hreinskrifaði.
5. Uppteiknunartilraun íslenzkra skálda og rithöfunda eftir stafrófsröð.
6. Prestatal I Iólastiftis, einkum eftir siðaskiptin.
Ritsmíðum þessum og heimildum sínum lýsir Hallgrímur nánar í bréfum
sínum til Finns Magnússonar. Merkast þeirra er Rithöfundatalið, og hefur það
komið mörgum að góðu gagni, þó að aldrei væri það prentað. Það er enn til
í eiginhandarriti höfundar, og er sú hreinskrift hans frá 1835, síðasta árinu
sem hann lifði. Ritinu fylgir formáli, og er þar gerð grein lyrir tilhögun verks-
ins og heimildum. Þykir fara vel á að birta formálann orðréttan um leið og
bréf höfundarins til Finns Magnússonar korna á prent. En formálinn hljóðar svo:
Ekki er viljinn einhlítur, segir forn málsháttur, og er eg einn af þeim, er
játa hann sannan vera, og má sjá þess augljós merki af ridingi þessum, hvern
segjast mætti eg hafi reist mér hurðarás unt öxl að samantaka. Leiddist eg til