Andvari - 01.01.1973, Qupperneq 176
174
HALLGRÍMUR JÓNSSON
ANDVARI
vona cg svo góðs til sjálfs míns, að mér
hafi ckki tckizt það í lakasta lagi. En
mikla krossfestingu kostaði mig að laga
mig eftir Bókmenntafélagsins fyrirteknu
reglum í því, að skrifa ei substantiva með
majusculis sem í dönskunni, og veit eg
mér kann víða að hafa skjátlazt í iþví um
of eða van. Með vilja hefi eg allsstaðar
skrifað hönum í stað þess gamla haunum,
cn ekki honum, hvað mér getur ei skilizt
annað vera en sunnlenzk dialect, röng
og ónáttúrleg, og fyrir mitt leyti væri eg
ánægðastur að haunum væri aldrei út-
byggt, þó skárra þyki bönum en honum.
Þetta virðist mér samkvæmt Agripi Rétt-
ritabókar E. H. a 8. og víðar. Skamm-
stafanir þær fáu, sem finnast í bókinni,
mega i’arla óskiljanlegar heita, þar flestar
þeirra eru algengar í öðrum bókum, þó
fylgir formálanum lykill til þeirra, ef
hans Iþykir þurfa, cn mætti annars undan-
fellast cf svo sýndist. §§ sá eg og eftirá
að út mætti sleppa sem Óþörfum teiknum.
Pappír og blek hefi eg — eftir kring-
umstæðum — hlotið að nota, sem færi
hefir gefizt á, hvorugt ei svo gott sem eg
vildi eða skyldi. Skrifhöndin er og all-
víða ei sem bezt, þar eg hefi orðið að
grípa hvert tækifæri, sem ýmsar hcimilis-
annir og fleiri hindranir leyft hafa. Þó
vona eg, að bókin sé óvíða mjög ógreini-
leg aflestrar, þó stafagjörðin sé Ijót.
Síðan eg hafði lokið bókinni, liafa fá-
cinir viðbætzt, hverjum eg bætti aftan við,
frá bls. 577, þar ei gat komið þeim inn
á sínum stöðum, og bágt verður það líka
síðar, utan að breyta nr. við hvern einn,
uppfrá því sá fyrsti kemur inní röðina,
og þá yrði líka að breyta eins til í
registrinu, sem kostar of rnikla fyrirhöfn.
Held eg því bezt færi að bæta þessum
fáu aftan við hvern flokk fyrir sig, hverj-
um þeir tilheyra, með tilsettu nr-fram-
lialdi, ellegar — ef svo virðist vera mega
— að sleppa registrinu aldeilis út og koma
svo hverjum á sinn stað, sem þá veitir
liægra. Yrði nú þessi ritlingur svo hcpp-
inn, að þér fengjuð geðþokka til hans og
yður þætti í mál takandi, að Bókmcnnta-
félagið léti hann prenta, fel eg hann hér
með undir yðar sanngjörnu critiqve og
censur að öllu leyti, í trausti þeirrar góðu
vonar, sem þér gáfuð mér í síðasta hátt-
virtu bréfi yðar til mín og í hugleiðingu
af Bókmcnntafélagsins laga 7. og 36.
pörturn í Sagnabl. 2. deild, og ei einungis
fel yður hér með á vald, heldur og legg
mína auðmjúkustu bón til yðar að auka,
vana og breyta eftir því sem yður bezt
sýnist fara, svo vel bókinni sjálfri sem
hcnnar formála og registri. Þótt hún sé
svo mörgum ófullkomlegleika undirorpin
sem hún sjálf sýnir, hcfir hún þó kostað
mig meiri erfiðismuni en eg get frá sagt,
og þættist eg illa varið hafa tíð, fyrirhöfn
og tilkostnaði, skyldi hún verða svo
óheppin að álítast óhæf til að koma al-
menningi fyrir sjónir. Þætti hún of stór
til útgefa liana í einu lagi, mætti máske
skipta henni í tvo eða fieiri parta eða
hefti. — Orðugt Iiefir mér veitt að fá
upplýsingu um ævisögu nokkurra, er eg
hefi leitazt við að fá. í haust skrifaði eg
Gunnarsen fræncla í Reykjavík og bað
hann —■ sem þar nálægan og handgeng-
inn — að útvega mér æviágrip biskups
Vídalíns, amtmanns Thorsteinsens og
assessors Gröndals, og enn nú hefi eg ei
orðið compos voti, en fengið afsökunar-
yrði í stað bænheyrslu. Sýslumaður Espó-
lín sendi mér skýrslu yfir sjálfs síns vitam
og opera, þó ei fyrri en eg var því af-