Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 7
Ferðir á suðurlandi.
5
liellir, sera er alkunnur öllum ferðamönnum. Hellirinn
er 25 fota djúpur, og í móbergið hafa ferðamenn skrif-
að nöfn sín. Hlíðarnar við Hvalfjarðarbotn eru fjarska-
brattar, og er þar því mjög skriðuhætt, þegar rigningar
ganga, og tæpar götur. í Þyrlinum er mikið af sjald-
gæfum geislasteinstegundum í blágrýtisholum, (þar er
t. d. epistilbit o. fl.); basaltlögin i Þyrli hallast 4—5°
inn á við. Rjett fyrir utan Pyrilsklyfin eru dálitlar
mógular »líparít«-myndanir í basaltinu; sumstaðar er þar
biksteinn, sumstaðar er »Iíparítið« sundurjetið af lopti
og legi, svo það er orðið að gráleitum leir. Sams konar
myndanir sjást í stóru gili fyrir ofan Litla-Sand.
Borgarfjarðarhjeruðin hafa fyrrum seint á Ssöldinni
verið í sjó, einn flói upp undir dali; má sjá það á
mörgu. H gengu skriðjöklar út hvern dal út í ílóann;
má víða sjá mcrki þeirra: fágaðar klappir, melbörð,
jökulleir o. fl. IJar sem skriðjöklarnir unnu vcl á und-
irlaginu, urðu djúpar skálar í dalbotnunum og berghöpt
fyrir framan; þegar jöklarnir fóru að bráðna, mynduð-
ust vötn í dölunum, liafa sum þeirra horfið og fyllzt
upp af árburði, en sum sjást enn. í Svínadal eru 3
vötn hvert upp af öðru, efst Draghálsvatn, svo fóru-
staðavatn og neðst Eyrarvatn; rennur á á milli þeirra.
Vötn þessi eru öll nærri jafnhátt yfir sjó, um 200 fet,
og sljettar engjar á milli, en fagrar hlíðar á báða vcgu;
dalurinn er því eins yndisfagur, eins og skáldið lýsir
honum :
»í fögrum dal scm fjalla skýla hlíðar« o. s. frv.1
Hálsarnir, sem yfir er að fara milli dalanna, eru
fremur lágir, Eerstikluháls (580') að sunnan, en Draginn
(760') að norðan. Á sömu liæð er Skorradalsvatn; það
®r bæði langt og djúpt; er mælt að í því sje um 70
faðma dýpi; skógi vaxnar hlíðar eru beggja megin, og
cr Skorradalur því einn með fegurstu dölum á landinu.
*) Jón Thóroddsen : Kvæði bls. 234