Andvari - 01.01.1884, Síða 8
6
Ferðir á suðurlandi.
Fyrir utan vatnið, neðst í Skorradal, er berghapt, og
fellur Andakílsá niður af því hjá Foss'im. Fyrir neðan
berghafiiið eru stórar melöldur, um 100' á hæð, sern
sópazt hafa niður f'yrir, er skriðjökull gekk út dalinn á
ísöldinni1. Ekki nær vatnið alveg út að berghaptinu;
það hofir náð þangað áður ; en nú eru sljettar engjar
og mýrar fyrir neðan vatnið. Fyrir framan aðra dali,
er ganga upp af Borgarfirði, eru sumstaðar berghöpt,
sumstaðar háar melöldur. Varmalækjarmelar með álm-
um þeim, sem út úr þeim ganga, lykja þannipr að
mestu leyti fyrir mynnið á Flókadal og Lundareykjadal;
í þeim er lausagrjót og leir, sandur og sandflögur; sjest
samsetningin bezt við árfarvegi, t. d. við Flókadalsá.
Eins eru klappir og smáfell fyrir framan Norðurárdal.
Fyrir neðan dalina er flatneskja, Borgarfjarðar-undir-
lendið, mýraflákar með einstöku holtum og melhryggj-
um upp úr. Mýrar þessar hafa myndazt, þegar land
var orðið þurrt á hinum fyrri fjarðarbotni. Leirlög
sjást víða í árfarvegum; er það ísaldarleir, sem setzt
hefir á mararbotn í flóa þessum úr jökulám þeim, er
runnu niður úr dölunum. A einum stað er fullkomin
sönnun fyrir þessu, því f bökkunum við pverá hjá
Neðranesi er mesti urmull af sjóarskeljum, sem þar
hafa lifað á grunnum sæ um enda ísaldarinnar2. Basalt
er hjer í öllum fjöllum, og í fjallaörmunum, sem ganga
út á milli dalanna, hallast lögin alstaðar inn á við.
Liparít er í einum stað í Skorradal, út og upp af Ind-
riðastöðum. Laugar og hverar eru fjarska víða í Borg-
arfirði. Fyrsta laugin, sem jeg skoðaði, er í mýri rjett
hjá Langholti; heita vatnið er þar í krókóttu síki, og
bullar upp um göt á móbergsklöppum í bökkunum; i
1) petta kalla Skotar „crag-tails“ [hálsatögl?].
2) - Helztu skeljakyn, sem jeg fann þar, voru: Astarte, Mya, Saxi-
cava, Pecten, Tellina, Yoldia, Phola-, Balanus, Mytilus og
Trophon.