Andvari - 01.01.1884, Síða 11
Ferðir á suðurlandi.
9
gilbarmi er bolanáman. Kolin eru fremur góð og bafa
verið notuð, en bæði er illfc að ná þeim og vegalengdin
mikil fyrir byggðarmenn að sækja. í gilbarminum eru
mislifc leirlög, eins og vant er að vera kringum kol;
basalt undir og ofan á í fjallinu. Kolalagið er ofan til
í gilbarminum og befir basaltgangur brotizt upp með
því að norðanverðu. IJegar kol hafa verið tekin úr gil-
bakkanum, helir svo illa verið að farið, að jarðlögin,
sem ofan á iiggja, hafa jafnóðum hrunið ofan, svo nú
er ekki bægt að komast að kolunum nema með mestu
fyrirböfn, og liefði það þó verið hægt, ef grafið hefði
verið með forsjálni í fyrstu. J>ar sem jog sá kolalagið,
var það að meðaltali 4 þumlungar á þykkt, en það
getur vel verið þykkra einhverstaðar, því ómögulegt var
að skoða þetta vel nema með miklum mannsöfnuði, af
því frágangur þeirra, sem kolin höfðu áður tekið, var
svo illur. Nokkru oíar í fjallinu, í svo kölluðu Surtar-
brandsgili; kemur kolalagið aptur fram sldhallt upp á
við, og er þar surtarbrandskennt, 2—3 þuml. á þykkt
og grámórauður leir undir. Kolin eru mynduð á »mio-
cene"-tímanum; í leirlögunum kringum kolin eru nokkr-
ar jurtaleifar, en mjög óglöggar. Einhverstaðar uppi á
fjalli liafa áður fundizt glöggar jurtaleifar, en enginn
gat sagt mjer til, hvar þær væru, svo jeg gat eigi
fundið þær, og eins fór fyrir Svíanum Flink, sem kom
þar seinna um sumarið. Winkler fann þossar jurtir og
Oswald Heer rannsakaði safn hans. Á miocene-tíman-
um liafa þar vaxið 3 stórar birkitegundir, 5 greniteg-
undir, ein eikartegund, álmur, mösur (ahorn) o. fl.1
Neðst í Norðurárdalnum, norður og austur af
Hreðavatni, er hraun úr cldfjallinu Brók; það er hið
eina eldfjall í þessum hjeruðum. Hraunin hafa runnið
úr tveim eldgígum ; syðri gígurinn er 70—80 faðmar
að þvermáli og 216 fet á hæð; nyrðri gígurinn er
i) Oswald Heer: Flora fossilis arctica (Ziirich 1868) bls. 27.