Andvari - 01.01.1884, Page 14
12
Ferðir á suðurlandi.
Elliðavatni; það eru mjög gamlir eldgígir, allir smáir
og um 50 að tölu, liinn hæsti er 106 fet. Eldborgir
þessar standa í þyrpingu, en eru orðnar svo gamlar, að
gígirnir eru viða fallnir saman og gjallhrúgur cinar
eptir eða grunnar skálar. Gjall verður optast rautt, af
álirifum loptsins, þegar það fer að eldast; járnefnin í
hraunsteinunum taka í sig meira súrefni og við það
breytist liturinn. Halli gíganna er víðast fremur lítill,
10—20°, mest 22°. Upp af Rauðhólum taka við hraun
upp undir Lækjarbotna. Rjett fyrir neðan þann bæ eru
í hrauninu 10 undarlega lagaðir, gleraðir hraunkatlar.
Opið á þessum hraunkötlum er víðast 1—2 faðmar að
þvermáli, sumstaðar 3; dýptin er um mannhæð; í þeirn
vaxa nú burknar og önnur giös innan um gleraða
hraundröngla, sem niður hanga úr veggjunum. Katlar
þessir hafa að ölium líkindum myndazt á hrauninu ný-
runnu og heitu. Hraunið hefir þar faRið niður brekku
fvrir sunnan Selás og síðan í tjarnir í lægðinni. Vatns-
gufur þær, sem myndazt hafa, er hraunið rann í tjarn-
irnar, hafa myndað þessa smágígi (hornitos). Nú er
eigi eptir neitt af þessu vatni nema smálækir og vatns-
sitrur, er renna ýmislega saman í hrauninu. Dólerít er
hjer undir hraununum og sýnist það liggja í mjóum
straum niður hjá Lækjarbotnum milli móbergsásanna;
dólerítið nær upp fyrir Vatna-sæluhús, og hæði þar og
hjá Lækjarbotnum eru á því glöggar ísrákir. Móbergið
hjer í haiðunum er sams konar og það, sem er í Selja-
dal, dökkmórautt á yfirborðinu, en grágult innan í, þar
sem lopt og valn hafa eigi komizt að; í sprungunum
er rauðbrún skán, langt inn, alveg eins og á yfirborð-
inu. Ofan á móberginu er víðast fausagrjót, dólerít-
björg, hraunsteinar úr móberginu sjálfu og möl. Efst
á hæðakúpunum sjást víða vindrákir í mölinni, því
veðrin feykja steinunum niður á við og leggja þá í
raðir. Frá Lækjarbotnum upp að Kolviðarhól eru víð-
áttumiklar hásljettur, sem hefjast í hjöllum upp eptir;