Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 17
Ferðir á suðurlandi.
15
lengst í austri. Á fjallstindinum var dálítill gróður, pó
svo hátt væri, einkum var þar andromedsjurt (cassiope
hypnoidea), geldingalauf (salix herbacea) og gullintopp-
ur. |>ar voru og fiskiflugur og mjög stórt rauðleitt
fiðrildi, sem jeg að eins einu sinni áður hefi sjeð á
íslandi. Úr Hverahlíðum fórum við Núpastíg niður i
Ölfus.
Ölfusið er lág sljetta, að eins fá fet yfir sjávar-
flöt, eintómt graslendi, mýrar og engi óþrjótandi. Upp
af Arnarbæli er blauta>ti mýrarbletturinn og heitir
Forin. J»að kvað mega sjá mun á vatui í mýrum og
lækjum neðan til í Ölfusi, þegar stórstreymt er; svo
lágt liggur landið. Land er hjer einkar-frjóvsamt og
vol lagað fyrir nautpeningsrækt; gæti liún orðið stór-
kostleg, ef vel væri á haldið. Um þessar sveitir eru
bæir eigi eins strjálir og víða á íslandi, heldur eru
byggðir saman í þorpum eða hverfum (t. d. Arnar-
bælishverfi, Bæjaþorp, Hjallahverfi, Hraunhverfi o. s.
frv.). Sjór hefir áður, fyrir ekki mjög löngum tíma
síðan, verið yfir öllu Ölfusi, þó löngu fyrir landnáms-
tíð; en svo glöggt sjer þess merki, að ýmsar þjóðsögur
hafa myndazt um það. Sjórinn hefir náð upp að fjalls-
hlíðum; má sjá glöggan malarkamb fyrir ofan Ölfusið
allt; nær kamburinn í boga frá Iugólfsfjalli vestur fyrir
Hjalla; þar fyrir vestan taka við hraun og má glöggt
sjá, hvar Lambafellshraun liefir runnið yfir malargrjótið
rjett hjá Grænalæk. Víkin, sem gengið hefir upp 1
landið, hefir náð allt vestur að Selvogsheiði. í krikan-
um milli Ingólfsfjalls og Grafningsháls eru melar með
sjóbörðum linullungum, sumstaðar sjást sandlög í gil-
farvegum, og sumstaðar eru bnullungarnir orðnir að
breccia; hjá Riftúni vestan til í Ölfusi eru víða brim-
barðar klappir og stór rennsljett björg, núin af hafróti,
og er þetta allt nú mjög langt frá sjó. í fjallshlíðunum
fyrir ofan Ölfusið sjást sumstaðar sjávarmerki; hellar í
móbergi í hlíðunum fyrir ofan Úurrá, þar sem hraunið