Andvari - 01.01.1884, Side 18
ltí
Ferðir á suðurlandi.
fellur niður, eru auðsjáanlega myndaðir af brimróti.
Stærsti hellirinn þar er 12 faðma langur, 2 faðma hár
og 3—4 faðma djúpur. Móberg er 1 öllum fjöllum
kringum Ölfusið; í Ingólfsfjalli er svo að segja eintómt
móberg, sundurtætt og rifið á ýmsan hátt; móberg
þetta er mjög stórgert, með ótal stórum hraun- og
basaltmolum. Iíegluleg lagskipting sjest hvergi, enda er
það eigi algengt í móbergsfjöllum á Reykjanesi, að hún
sjáist, ncma ef til vill á litlum bletti. í Grafningsháisi
er líka móberg, en þó basalt á parti í fjallinu hjá
Reykjum; sumstaðar eru mjög óregluleg gjallkennd
hraunlög innan um móbergið; svo er t. d. í fjöllunum
fyrir ofan Þurrá og Gnúpá, sumstaðar er móbergið þar
í lögum, en halli þeirra er mjög óreglulogur. í Gnúpa-
skarði er t. d. efst mórautt »túff«, undir því hraun-
kennd lög með 3 — 5° halla, en undir þeim aptur stór
gjört móberg mcð 25° halla vestur á við. Efst í fjalla-
brúnunum sjást víða í móberginu holur og skvompur
með ýmsu lagi; hafa sumar jetizt inn í bergið af vatni,
en sumstaðar hefir vindurinn feykt smámöl í sífellu
niður skörðin, og með því núið geilar í bergið þar,
sem það var lint. I3egar kemur vestur fyrir Hjalla er
dólerít í hlíðunum ofan á móberginu, og helzt það
vestur fyrir Herdísarvík.
Hjá Reykjum í Ölfusi er mesti fjöldi af hvorum.
|>ar er Litli-Geysir rjett fyrir ofan túnið norðanvert;
vatnið spýtist upp um tvö göt og þó eigi nema ^2“1
fet; hver þessi er sífellt bullandi og hitinn er þar 97°
C. I norður frá þessum hverum, uppi undir hlíðinni,
er leirhver með nokkru af brennisteini í kring, og fyrir
neðan hann undir barði hver (96° C.), sem spýtir
vatninu á ská 5—6 fet moð 2—3 mínútna millibili;
kringum hann er vrauðlcitt hveralirúður. Pessi hvor
heitir Túngarðsh er, og er sagt, að liann hafi komið
upp við jarðskjálptann 1789. Fleiri smáhverir eru
nálægt túninu á Roykjum. Hinu megin við Yarmá er