Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 19
Ferðir á suðurlandi.
17
Hvcragerði; það cr stór breiða af hverahrúðri moð ótal
hverum, laugum og smáum leirpyttum; hitinn í þessum
hverum er ýmislegur, frá 60—90° C. Hjor er allt
miklu stórkostlegra en fyrir ofan ána, þó hverirnir
gjósi eigi lengur, en auðsjeð er, að jarðhitinn hefir hjer
haft útrás um langan tíma. Merkastir eru þar Arna-
hverir. |>að eru tvær stórar skálar úr mjallahvítu hvera-
hrúðri með blágrænu vatni í, mjög svipaðar Blesa við
Geysir; hitinn er þar 75° C. Sagt er, að vatnið standi
lágt í annari, þegar það er hátt í hinni, alltaf á víxl.
Fyrir norðan og vestan Hveragerði ofar í dalnum cr
gjósandi hver, sem heitir Grýla.
Litli-Geysir hefir áður gosið miklu meir en nú;
fyrir hjer um bil 20 árum gaus bann hjer um bil 20
fet í lopt upp og við landskjálptann 1829 er sagt, að
hann hafi gosið engu minna en Geysir hjá Haukadal.
Sagt er, að Litli-Goysir hafi áður verið fyrir innan
ána í Hveragerði, en hann færði sig 1597 við Heklu-
gos. í annálum Björns á Skarðsá (II. bls. 18) segir:
»|>á hvarf stóri hverinn í Hveragerði fyrir sunnan
Reyki, og kom upp annar fyrir ofan túnið á Reykjum,
sem er enn í dag og gýs mjög, þó eigi scm hinn sá
stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði eigi verið
óhætt að ferðast, sem lá mjög nærri honum, svo sem
nú má sjá vöxt og mcrki til, því þ'ar er enn eptir
hverastæðið vítt með vellandi vatni«. Líklega eru
skálar þær, sem menn kalla Árnahvori, leifar af hinum
forna Litla-Geysi. Við jarðskjálptann 1789 breyttust
hverirnir mjög við Reyki, og margir nýir komu upp,
en ílestir þeirra hurfu fijótt aptur.
Litlu fyrir vestan Hjalla taka við mikil hraun því
nær óslitin vestur í Selvog. Austast er Lambafells-
hraun; nær það vestur að Hlíðarbæjum; hraun þetta
hefir runnið í mjög breiðum fossi niður af fjallinu fyrir
austan Vindheima nálægt Lágaskarðsvegi; hraunfossinn
hallast um 5—6°; breiðist það síðan út, er afarmikið
Andvari X. 2