Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 27
Ferðir á suðurlandi.
25
liann er samtvinnuð lnúga af gömlum gígum margvís-
lega löguðum, en allir ganga þeir frá suðvestri til
norðausturs. Eldborgin stóra er 172 fet á bæð, 500
fet ummáls að ofan og 105 fet á dýpt; að neðan er
gígur þessi mestmegnis gjall, en að ofan þunnar liraun-
liellur og samtvinnaðar hraunslettur; liallinn er 35—
40° að sunnan. og 35—36° að vestan. Nokkru austar
eru yngri gígir miklu minni, og hefir hraun runnið úr
þeim alveg niður í sjó.
Frá Geitahlíðarenda og vestur að Ögmundarhrauni
er hraunlaus katii, og er það fásjeð á Reykjanesi.
J>etta hraunlausa svæði nær frá Kleyfarvatni suður í sjó
milli Sveifluháls og Lönguhlíðarfjallanna, en undir eins
og Sveifluháls sleppur, taka við eilíf brunahraun. í
Geitalilíð, sem er suðvesturhlutinn af Lönguhlíð, eru
dólorítliamrar efst, en móberg undir; svo er jarðmynd-
unin frá Herdísarvík norður að Grindaskörðum. Nyrzt
í dældinui milli Lönguhlíðar og Sveifluháls er Kleifar-
vatn; fram með því liggur vegur úr Hafnarfirði, en nú
var eigi hægt að fara hann, því svo mikill vöxtur var
í vatninu. Menn hafa teldð eptir þ>í, að Kleifarvatn
vex og þverrar á víxl, og vex jafnvel mest, þegar þurrk-
ar ganga — að því er menn segja — hvernig sem því
er nú varið; í því er engin veiði, engin branda nema
hornsíli. Sunnar, nálægt Krísuvík, eru tvö mjög ein-
kennileg vötn, Grænavatn og Geststaðavatn, litlu fyrir
neðan námurnar; þau eru bæði kringlótt og mjög
djúp; sagt er, að sextugu færi hafi verið rennt í Græna-
vatn og eigi náð botni. Vötn þessi eru á flötum mel-
um og melgarður eða melbryggja hringinn í kringum
þau. Skálar eða katlar líkir þessum, en minni og
vatnslausir, eru þar í kring. Lílcar myndanir liefi jeg
sjeð allvíða á melum, t. d. hjá Möðruvöllum í Hörgár-
dal, í Ljósavatnsskarði og víðar; líklega liafa katlar
þessir myndazt á ísöldinni, undir stórum ísstykkjum,
sem voru að bráðna; líkt verður enn sumstaðar eptir