Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 32
30
Ferðir á suðurlandi.
einum stað í þessum vestlægari hraunbreiðum, vestur
af Helgafelli, er einstakur grasgróinn blettur, sein beit-
ir Skúlatún, og er það munnmæli, að þar haíi verið
Skúlastaðir, sem Ásbjörn Össurarson, bróðursonur Ing-
ólfs, bjó á, og getið er í Lanclnámu1, og læt jeg ósagt,
livað satt er í því. Blettur þessi er mjög grösugur, og
stingur mjög í stúf við hraunin í kring, og vaxa þar vana-
leg móagrös. Hraunið, sem er næst Skúlatúni, er gam-
allegt, on nýrra hraun heíir runnið nálægt ofan á hinu
eldra. Vesturhlutinn af hraunum þessum liefir komið
úr hroðalega stórum gígutn, scm standa upp í heiðar-
brúninni bak við Kóngsfell.
Prá Kaldárseli fórum við fyrst Grindaskarðsvog
upp að fjöilunum og síðan austur á við milli hrauns
og hlíða um svo kallaða Kristjánsdali; þar er mjög
grasgefið land, en ekkert vatn neinstaðar; þar höfðu
lestamenn hesta sína, þeir er sóttu brennistein í Brenni-
stoinsfjöll, og er þar dálítill kofi síðan. Dólerít cr hjer
ofan tii í fjöllum, en móberg undir. Mjög illt var að
klöugrast yfir hraunfossana, sem fallið hafa niður hjá
Kóngsfelli, því bæði eru þeir breiðir og hraunið mjög
umsnúið og erfitt yfirferðar. Vífilfoll er úr eintómu
móbergi; það stendur fram oins og höfði og er 2079
fet á hæð; viö riðum niður fyrir það og svo niður á
alfaraveginn, þar sem Ólafsskarðsvegurinn skilst frá,
síðan upp með Vífilfelli að austan; milli þess og hnúka,
sem eru á vinstri hönd, er dalverpi, sem heitir Jóseps-
dalur; þar eru sandar í dalbotninum, en svo lítið gras
innan til; þar er hollir í móberginu, og or sagt, að
tröllkona hafi búið þar þangað til fyrir skömmu!
Ólafsskarð gengur austur á við upp frá dalnum miðj-
um; er það örstutt, en bratt. Þegar upp á skarðið
kemur, tekur við mikið hraun suður af öllum heiðum;
það er Lambafellshraun, sem fyr hefir verið getið um.
I) Landnáma 1843, V. cap. 14, bls. 320.