Andvari - 01.01.1884, Page 38
36
Ferðir á suðurlandi.
hafa fyrir Eeykjanesi. Fram rneð Ósunum er fjarska-
hrjóstugt, og fyrir sunnan þá taka hraunin aptur við.
Mesti sægur er hjer alstaðar af tóum; þær hlupu hjer
fram og aptur, og voru að leika sjer kringum hestana
meðan við fórum fram hjá. í Höfnum er ailmikið
þorp og hús flest úr timbri og allvel vönduð. fessi
síðustu ár hefir allmikið verið byggt af húsum, og hafa
menn haft góðan styrk af skipstrandi, er varð utarlega
í Ósunum. Skipið var geysistórt og hlaðið með timhri;
flekarnir úr því liggja enn um Ósana og þar í kring.
Suðaustur af Höfnum og suður af Njarðvíkum eru
4 fell: Sandfell, Súlur, Stapafell og Þórðarfell. þangað
fór jeg úr Höfnum. Gömul hraun eru alla leið upp að
feliunum og í þeim margar gjár; fórurn við yfir 11 áð-
ur en við komum að Sandfelli. Við gengum upp á
það fell. fað er iágt: að eins 424 fet á ha’ð. Allt
nesið er hjor út frá orðið mjög lágt í samanburði við
það, sem er austar; meðalhæðin er hjer við follin rúm
150 fet. Síðan gekk eg þaðan upp á þórðarfelll (564
fet) og mældi þaðan. Sandfell er aflangt, mestallt úr
hraunmolum og klofið eptir endilöngu; mjög er það
efasamt, hvort það sje gamall gígur eða eigi. Stapafell
og Súlur eru úr móbergi, og eins Pórðarfell; reyndar
sjest lítið annað en hraunmolar ofan á, en það er af
því, að móbergið, sem heíir fest þá saman; er liorfið
fyrir áhrifum lopts og lagar; móbergsmolar sjást og
víða innan um. Á milli Sandfells og Þórðarfells er
hryggur eða ás úr afargömlu hrauni, mjög einkenni-
legu; í því eru fjarska stórir »ólivin«-krystallar. Ás
þessi gengur upp að hlíðinni á þórðarfelli; þar er stór
gjá, þar sem vegurinn liggur til Grindavíkur, og cr
syðri gjárbarmurinn mjög hár, og i honum stórar, ó-
reglulegar súlur af þessari bergtegund; er hver súla
40—50 fet á hæð og 3—4 faðmar á hvern kant. Sum-
staðar er borgtegund þessi mjög uppblásin og hraun-
kennd á yfirborðinu. Frá í’órðarfelli er ágæt útsjón