Andvari - 01.01.1884, Síða 39
Ferðir á suðurlandi.
37
yfir hraunin í kring; þau ná svo langt sem augað eyg-
ir austur á við og niður í sjó að sunnan og vestan, en
norður á við niður undir Vogastapa, og er þar tjörn
fyrir ofan Stapann. Milli Grindavíkur og þessara fella
er stórkostleg gígaröð, mjög nýleg, frá suðvestri til
norðausturs; gígirnir eru milli 30 og 40 og eru kallaðir
»Eldvörpin«; hiti er í sumum þessum gígum enn; að
minnsta kosti sá jeg dálitlar vatnsgufur stíga upp úr
einum þeirra; hraunin, sem runnið hafa frá Eldvörpun-
um, ná út undir Sýrfell á Reykjanesi og austur undir
fjallið f>orbjörn upp af Grindavík. Ýmsir gígir og ný-
leg hraun sjást líka uppi við norðvestur-endann á
Fagradalsfjöllum og milli fellanna, sem þar eru. ltjett
fyrir suðvestau Þórðarfell er og gamall stór gígur með
eldrás frá sjer, og miðja vegu milli lians og þorhjörns
er gamalt hverastæði.
Pegar jeg hafði skoðað þessi hraun, fór jeg út á
Reykjanes, þangað sem vitinn er. Vegurinn liggur úr
Höfnunum suður með sjó fram hjá Kalmanstjörn. í'ar
eru eintóm hraun og svartur roksandur og eldfjalla-aska
á milli; landið er mjög ljótt og leiðinlegt. Nokkru
fyrir sunnan Kalmanstjörn eru við sjóinn grasivaxnir
liólar, og þar ótal rústir og garðar; allt eru þetta
sandorpnar leifar af gamalli byggð. Þar var Kirkju-
höfn, og er sagt, að þar hafi verið kirkjustaður til
forna; þar kvað hafa fundizt leifar af kirkjugarði og
mannabein. Fleiri bæir eiga að hafa verið þar, svo sem
Sandhöfn og Eyri. Fað er mælt, að það sje þessi bær,
Eyri, sem getið er um í vísunni: »Grímur á Eyri, ger-
ir sem fieiri, gengur liann út» o. s. frv., er Hallgrímur
Pjetursson orkti, er hann var prestur á Hvalsnesi, því
engin önnur Eyri kvað vera á Suðurnesjum. Pver-
hnýpt björg eru upp frá sjónum, er lieita Hafnarbergi
og ná þau suður að Sandvík; landið er alveg gróður-
laust hraun, en hefir líklega vorið nokkru betra áður
en það hefir gongið úr sjor af sandfoki og lyngrifi, því