Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 41
Ferðir á suðurlandi.
39
sundur milli handanna, en af áhrifum loptsins lrarðnar
hann, klýfst í þunnar flögur, og upplitast á yfirborðinu.
Nokkrir fleiri bronnisteinsblettir eru hjer í nánd, og
hjer vex sjaldgæf jurt (Ophioglossum vulgatum), sem
jeg fann fyrst á íslandi 1 fyira í Bjarnarflagi við Mý-
vatn. í hraununum hjer suður af er mikill jarðhiti;
kemur lieit gufa því nær upp úr hverri sprungu; sjest
þotta bezt í logni á kvöldin ; þá standa reykirnir al-
staðar upp úr hraununum. í Vatnsfelli hefir áður vorið
jarðhiti, en þar er nú kólnað; livítleitar skellur sjást
að eins eptir í móberginu. Skálarfell er kúpumyndað
eldfjall, hlaðið upp úr eintómum hraunum, og hafa
þau runnið út í sjó allt í kring. Efst á því er stór
gígur. Háleyjarbunga er austar; hún er flatari, og
gígurinn enn þá stærri, eins og ker niður í hæðina;
liann er 440 fet að þvermáli og 100 fet, á dýpt. í
Háleyjarbungu er olivin-hraun, eins og í ásunum við
Þórðarfell. Út hjá Valalinúk að sunnanverðu gengur
gjá út í sjóinn, sein heitir Valbjargargjá, og er það
endinn á Hauksvörðugjá; er sagt, að finna inegi drög
af þessari gjá allt inn á Vatnsleysuströnd. Gjáin er
breitt niðurfall af hrauni, en eigi djúp; iiverfur hún
við og við, og kemur svo fram aptur. Munnmæli eru,
að þetta sje gamall farvegur Iialdár, sem fyr var getið;
en það getur alls eigi átt sjer stað; slíkar gjár í vissar
stefnur eru algengar í öllum hraunum.
Við Sýrfell og utan í því eru gamlir gígir, en
norður af því er löng röð af nýlegum eldgígum, er
heita Stampar. Eöðin nær upp fyrir Sýrfell og niður
að sjó. Hraunin úr Stömpum hafa runnið suður að
Sýrfelli og Vatnsfelli og lítil álma á milli Valahnúks
og Vatnsfells. Fyrir sunnan og austan Sýrfell eru
hraun þau, er komið hafa iir eldvarpa-röðinni, sem
fyr er getið, og liggur milli Úórðarfells og Grindavíkur.
þ>essi hraun ná saman við Stampahraunin. Valahnúkur
stóri, sem vitinn stendur á, er úr móbergi, og snar-