Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 45
■Férðir á suðurlandi.
43
hann vængina til hjálpar við sundið, og til að skríða
um á skerjum, líkt og mörgæsir. Menn vissu ekkert í
útlöndum um, að þessi fugl væri við ísland, fyr en
1747; þá ritaði Jóhann Anderson borgarmeistari í
Hamborg hók um ísland1; segir hann þar frá mörgu,
sumu •sönnu og sumu iognu, og getur hann þar um
geirfuglinn meðal an'öars. Segir hann, að geirfuglinn
sje á Gé'frfuglaskerjum fyrir utan Reykjanes, en sjáist
•þó ‘fejaldan, og viti það vanalega á einhverja óhamingju
þegar liann sjest ; hann hafi þannig t. d. sjezt fyrir
dauða Friðriks íjórða. Honebow ritaði bók2 á móti
Andersson, og rekur þar margt aptur. er Andersson
hafði mishermt; liann lýsir þar nákvæmloga geirfuglin-
um, og seg'ir hann eigi mjög sjaldgæfan á skerjunum
fyrir utan hesið; segir hann jafnvel. að menn sæki
þangað farma af geirfugli og eggjum. Eggert Ólafsson3
lýsir Eldey og Geirfuglaskerjum enn nákvæmar; segir
hann, að menn fari stundum, þegar gott er veður, út
í Geirfuglasker, geti þó eigi lent, l'n einn af hásetun-
Uin sje bundinn í leipi, og svo stökkvi hann upp í
skerið til að ná fugli og eggjum, og opt verði að
draga hann gegnum brimið út í bátinn aptur. Smátt
og smátt liættu menn þessum ferðum út í Geirfugla-
sker, af því að þær voru svo örðugar, og fuglinn fór
að fækka, þegar svö mikið var tekið, og honum engrar
undankomti auðið. Áður voiu ferðir þessar mjög arð-
sarnar; er sagt, að liver háseti hafi fengið jafnmikið
upp úr liverri ferð, eins og árskaup bezta vinnumanns
á Norðurlandi. Snemma á 1S. öld var fjarskamikið
af fugli á Geirfuglaskeri. Skerið var að ofan á stærð
1) Johan Andersson: Nachricliten von Island, Grönland und
der Strasse Davis. Frankfurt und Leipzig X747 bis. 54.
2) KT. Horrebow: Tilforladelige Efterretninger om Island 1752
bls. 174—176.
3) Eggert Ólafsson : Reísc igjennem Island 1772, bls. 855-856.