Andvari - 01.01.1884, Page 50
48
Ferðir á suðurlandi.
ofan á. Festarfjall gengur þverhnýpt fram í s.j<5; aust-
an við það er Tsólfsskáli. mjög afskekktur bær, og taka
við hraun rjett fyrir austin túnið. |>au hraun liafa
runnið úr gígum vestan við Núphlíðarháls. Frá ís-
ólfsskála riðum við upp á Selvelli við Núphlíðarháls.
Á leiðinni er á einum stað á hálsi nokkru fyrir austan
ísólfsskála svo kallaður Drykkjarsteinn. í*að er stór
móbergS'teinn með djúpum holum í; sezt þar stundum
vatn í holurnar, og er það kærkomið ferðamönnutn í
sumarhita. Við riðum yfir sljettuna vestan við Núp-
hlíðarháls; er hún öll þakin lirauni; hraun þetta hefir
komið úr mörgum gígum, scm eru ofarlega og neðar-
lega við hálsinn; fellur það niður að s.jó milli Núphlíð-
arháls og Mælifells vestra, og eru þar í því tveir breið-
ir hraunfossar, áður en það kemur niður á ströndina;
breiðist það síðan út vestur að ísólfsskála og austur
undir Selatanga; en þar hefir Ögmundarhraun runnið
yfir það. Fram með vesturhlíðum Núphlíðarháls er
víðast mjög giösugt og fallegt land milli hrauns og
fjalls. Ivomum við fyrst að Hraunsseli; það er nú í
rústum, en ágætt gras er í kring og dálítil vatnsdeigla
í klottunum fyrir ofan. Rjett fyrir norðan þetta sel
hafa nokkrir hraunlækir streymt út úr hlíðinni niður
í aðalhraunið, en eigi eru þar verulegir gígir; hraunið
hefir beinlínis gubbazt út um sprungu í fjallinu. AUa
leið norður á Selvolli eru stórir gígir í röð í hrauninu
fyrir neðan hálsinn. Selvellir eru stórar grassljettur
norður með hálsinum norðanverðum, allt norður fyrir
Trölladyngju; er þar ágætt haglendi og vatn nóg: læk-
ur, sem fellur úr hálsinum niður undir hraunin. Par
hefir áður verið sel frá Stað í Grindavík, en er nú af
tekið; nú hafa menn þar nokkurs konar afrjett, og
reka þangað fje og hesta, enda er þar fríðara land og
byggilegia, en víða þar, sem mikil byggð er; væri þar
nóg land fyrir 2—3 bæi, því bæði eru slægjur nógar á
völlunum og ágæt beit í hálsinum. Við settumst að