Andvari - 01.01.1884, Síða 55
Ferðir á suðurlandi.
53
gatnlii' allra syðst í lionum. Undan Máfaiilíðum liafa
mikil hraun runnið, og eru flest nýlog og mjög ill yfir-
ferðar eða því nær ófær gangandi mönnum. Rjett fyrir
neðan efsta toppinn á Máfahlíðum er stór gígur, allur
sundurtættur af eldsumbrotum, og hlaðinn upp úr stór-
um hraunstykkjum; hallinn á þessum gíg er um 30°,
en liæðin að eins 73 fet; hraunin frá Máfahlíðum hafa
runnið vestur á við í mörgum breiðum kvíslum niður í
Dyngjuhraunin og saman við efsta hlutann af Afstapa-
hrauni ; í liraunum þessum eru víða stórar sprungur
og djúpar; var ís í botninum á sumum. Dalurinn milli
Núplilíðarháls og Sveifluháls er mjög mjór rjett fyrir
ofan Vigdísarvelli, því að þar skaga álmur úr Núp-
hlíðarhálsi og smáfell út í dalinn; fyrir neðan þessi
fell eru ýmsir gamlir smá-gígir og stórar raðir af nýrri
gígum, sem Ögmundarhraun hefir runnið úr, og skal
þess síðar getið.
Trölladyngja er stór hnúður á endanum á Núp-
hlíðarhálsi, eins og fyr var sagt; er lægð mcð mörgum
dalverpum í hálsinn fyrir sunnan Dyngjuna og má ríða
þar yfir frá Djúpavatni, sem er austan við hálsinn, og
yfir á vellina fyrir austan Fjallið eina. í lægðinni eru
4—500 feta djúp gil, sem eru kölluð Sog; skiptast
þau í tvö aðaldrög að ofan og mörg smærri efst, en
sameinast niður að sljettunni gagnvart Fjallinu eina; í
giijum þessum er lítið vatn, en þau hafa samt grafið
sig svo djúpt niður í móborgið; hefir þar áður verið
fjarskalegur jarðhiti, því allt er þar sundursoðið af
hveragufum, og er móbergið í hlíðum þeirra orðið að
eintómum leir, sem víðast er rauður, en sumstaðar eru
aðrir litir, hvítir, gulir og bláir. Enginn er þar jarðhiti
nú svo nefna megi; jeg sá að eins á einum stað neðst
í grólinni 3 litla reyki lcoma út úr berginu. Sunnan
við Sogin uppi á íjallinu ijett fyrir ofan þau er leir-
lrver utan í barði; þar bullar rauðleit leðja upp úr
mörgum smánolum; hiti er þar 78° C. í Fjallinu eina