Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 57
Ferðir á suðurlandi.
55
hans og vestari hnúksins, er töluverður hiti í hrauninu;
koma vatnsgufur þar upp um ótal göt; er hitinn þar
víðast 40—60° C., en í einu opi voru 78°. Fyrir vest-
an vestari hnúkinn eru sljettir vellir yíir að Fjallinu
eina, og eru þeir áframhald af Selvöllum; þeim megin
eru nokkrir smágígir gamlir utan í hnúknum, sem
hraun hefir runnið úr, og sumstaðar heiir það spýtzt
úr sprungunum án þess gígir mynduðust. Móbergið í
endanum á vesturhnúknum lieiir á einum stað sprungið
í sundur, og stendur sú sprunga lóðrjett á eldsprung-
unni í eystri rananum, en ekkcrt hraun heíir þar upp
komið.
Elztu gosin, sem orðið hafa úr Trölladyngju, hafa
komið sunnar, rjett við Sogin, enda er þar utan í
lilíðunum sá urmull af gömlum stórum gígum, að varla
verður tölu á komið. Hafa eldsprungurnar myndazt
hver við hliðina á annari, og verið svo þjett, að gíg-
irnir virðast standa í hrúgum; en þó má sjá hina vana-
legu stefnu frá norðaustri til suðvesturs, þegar vel er
að gáð. Fyrir norðan vesturendann á Sogunum niður
undir jafnsijettu er ein gígahrúgan; þar oru að minnsta
kosti 30 gígir, en allir svo gamlir, grónir mosa og
fallnir saman, að illt er að grcina liina smærri. Einn
hinn stærsti er neðst við Soga-lækinn; liann er opinn
til suðurs og eins og skeifa í lögun og í botni lians
stór grasi vaxinn völlur. Fyrir sunnan lækinn, ofan
frá Grænavatni niður á jafnsljettu og suður með fjalli,
suður að lirygg, sem gengur út úr Núphlíðarhálsi vest-
ur undinn Hverinn eina, er mesta rnorgð af gígum (að
minnsta kosti 80—100 að tölu). Þeir eru í mörgum
röðum utan í hlíðinni og sumir geysistórir. Nyrzt og
hæst upp í hlíðinni, við neðri rönd Grænavatns, er
einn af stærstu gígunum; hann er að eins hjer um bil
40 fet hærra upp að ofan en yiirborð vatnsins, en hjer
um hil 300 fet er liann á hæð að neðanverðu niður
að jafnsljettu; hryggur skiptir gíg þessum í tvennt;