Andvari - 01.01.1884, Page 58
56
Ferðir á suðurlandi.
hanii er 140 fet á dýpt og 1700 fet að ummáli. Fyrir
neðan hann, rjett niður á jafnsljettu, er kringlóttur
' sandgígur, flatvaxinn (halli 2—3°), og lágur, en mjög
stór ummáls (2400 fet). í kring um þessa stóru gígi
og suður af þeim er mesti sægur af smærri gígum; þó
þeir sjeu eigi mjög stórir í samanburði við þessa, þá
eru þeir þó allmerkilegir að mörgu leyti, sumir snar-
brattir að innan, aðrir eins og skálar og bollar. Syðsti
gígurinn rjett við Selvelli er lang-stærstur; stendur
önnur hlið hans utan í hiíðinni, en hin niðri á völl-
um; hann er afiangur og opinn í báða enda og yfir
3000 fet að ummáli; innan í honum hafa margir
smærri gígir myndazt. Norður af þessum stóra gíg sitja
margir smáir utan í hlíðinni, eins og vasar.
|>ess er nokkrum sinnum getið í annálum, að
Trölladyngjur hafi gosið ; en optast er gosið að eins
nefnt, án þess frekari frásögn sje um það, og verður
þá eigi sjeð, hvort átt er við þessar Trölladyngjur eða
eldfjall með sama nafni í Ódáðahrauni; en hvergi er
beinlínis sagt, að Trölladynejur í Ódáðahrauni hafi
gosið; verður eigi skorið úr þessu fyr en þetta eldfjall
er skoðað, en það hefir enginn enn þá gjört, enda er
enginn liægðarleikur að komast þangað. Getið er um
fimm gos í Trölladyngjum, fyrst 1151. ]?á segir svo:
nVar eldur í Trölladyngjum, húsrið og manndauðu1.
Ár 1188 »eldsuppkoma í Trölladyngjum»2. Ár 1340
segir Gísli biskup Oddsson, að eldur hafi verið í Trölla-
dyngjnm, og að hraun hafi hlaupið þaðan og niður í
Selvog. Að hraun hafi runnið úr Trölladyngju niður í
Selvog, er ómögulegt, því tveir háir fjallgarðar eru á
milli; hefir þetta verið sagt af ókunnugleika þeirra, er
skrósettu þetta; hraun þetta kom úr eldgígum í Brenni-
steinsfjöllum, sem fyr er getið. í Flateyjar-annál er
1) íslenzkir annál. bls. 62.
2) Isl. ann. bls. 76.