Andvari - 01.01.1884, Page 60
58
Ferðir á suðurlandi.
hefir það klofnað í tveggja faðma digrar súlur, eins og
basalt. Dólerít er undir ogkeinur það fram í Húshólma
við sjóinn. Á aðalliólmanum eru glöggir garðar, einn
þeirra 904 fet á lengd; þar er kallaður Kirkjuflötur.
Á dálitlum bletti út í lirauninu, rjett fyrir vestan aðal-
hólmann, eru bæjarrústir; heíir hraunið að nokkru leyti
runnið yfir þær, en nokkuð hefir orðið eptir, og standa
veggirnir út undan hraunröndunum. Lengsta tóttin er
49 fet, en breidd hennar sjest þar eigi fyrir hrauninu,
sem runnið hefir yfir báða hliðarvcggina; önnur, við
enda hinnar þveran, er 31 fet á lengd og 23 fet á
broidd, og liin þriðja sjerstök ijett við 30 fet á lengd
og 24 fet á breidd ; utan um hana frá aðalrústunum er
boginn garður, likur húsagörðum, sem fyr tíðkuðust á
íslandi; auk þess sjást 2 aðrir garðspottar. Grjótið í
tóttum þessum er dólerít, sams konar og það grjót,
sem undir hrauninu liggur. Þessar tóttir, sem hraunið
hefir runnið yfir, eru full sönnun fyrir því, að það
hefir myndazt síðan land byggðist, þó hvergi finnist
þess getið í sögum eða annálum. Síðan fór jeg upp á
ýmsa fjallatinda við Ögmundarhraun og í kring um
það, skoðaði það allt og mældi. Hraun þetta hefir
komið upp rjett fyrir neðan Yigdísarvelli utan undir
y/.tu hlíðunum á Núphlíðarliálsi; hafa myndazt þrjár
sprungur utan í hálsinum og á þeim hafa komið raðir
af smágígum; gígir þessir eru um 100 að tölu og ganga
allir frá norðaustri til suðvesturs ; stærstu gígirnir eru
á neðstu sprungunni nyrzt, nokkru fyrir neðan Vig-
dísarvelli, upp af svo kölluðum Fremrivöllum ; hinar
sprungurnar eru ofar og sunnar. Frá gígum þessum
hefir ógurlegt hraunflóð runnið austur og suður á við
fram hjá Mælifelli (714') við Sveifluháls og niður í
sjó; hefir hraunið síðan breiðzt út bæði austur og vest-
ur; austurrönd þess nær niður að sjó hjer um bil beint
suður af endanum á Sveiíluhálsi, en að vestanverðu
nær það að Selatöngum, niður af yztu og syðstu höfð-