Andvari - 01.01.1884, Page 64
62
Ferðir á suðurlandi.
Brennisteinsfjallanna er miklu hærri og brattari en hin
vestari, og niður frá öllum þeim mikla gígasæg hafa
hraunfossar streymt niður hlíðina ; en af því gígirnir
standa svo þjett, þá er hlíðin öll cin samanhangandi
hraunbreiða suður úr, niður að hraunhafinu á sljott-
unni fyrir austan. Hallinn á fjallahryggnum er miklu
minni vestur á við, og þó hafa hraun runnið líka í þá
stefnu, svo að öll Lönguhlíðar-hásljettan efsta og vest-
asta er þakin hraunum. í fjöllunum er undir hraun-
unum móberg ; þó er víðast livar dólerít-lag ofan á.
Stórar sprungur sjást norðan til í fjöllunum; sjest þar í
móberg og dóleríts-klappirnar, en smágígir sitja utan
við sprungurnar, eins og vasar í laginu. J>að væri
margra mánaða vinna, að skoða nákvæmlega öll þau
eldsumhrot, sem hjer hafa orðið. Einna slærstur af
þessum gígum er Kistufell ; það gnæfir oinna hæst,
lijer um hil 450 fet yfir sljettuna fyrir neðan; þaðan
er bezta útsjón í allar áttir ; austur í Eyjafjöll, norður
í Snæfellsjökul og suður í Eldey. Gígurinn er að
sunnan sokkinn niður í stöllum, og kemur dólerít í
stuðium fram í stöllunum ; hann er 204 fet á dýpt,
um 600 fet að þvermáli og flatur í botninn. Urmull
af gígum er í kring um Kistufell, og úr tveim smá-
gígum á vesturbrún þess hefir hraun runnið niður í
jarðfallið, eptir að úr því hafði gosið, svo að flatt
hraun er í botninum. Yestan við Kistufell og suður
með gígaröðunum þeim megin eru eintóm upp blásin
hraun, moð ótal hellum og rennum, og þunn skán yfir,
svo hættulegt er um að fara. Sumstaðar eru þar
kringlótt gígop, þverhnvpt niður, og dólerít í börmun-
um, en ekkert liefir hrúgazt upp í kring af gjalli eða
ösku ; hraunin hafa runnið jafnt og hægt frá uppvörp-
unum. |>essar kringlóttu liolur eru sumar mjög djúpar
og jökull í botninum. Hraun það, sem runnið hofir
suður með Brennisteinsfjallahlíðunum, milli þcirra og
ásanna, sýnist yngra en flest hraun, sem fallið liafa