Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 67
Ferðir á suðurlandi.
65
oinum stað or dálítið fell upp úr austan til um miðjuna
litlu fyrir neðan Slrjaldbreið, sem heitir Sandgígur; það
er þó enginn gígur, heldur að eins lítill móbergshnúð-
ur. Þegar neðar dregur, eru hraunin víða skógi vaxin,
og í J>ingvallahrauninu er allmikill skógur, einkum
austan og norðan til. fað virðist þó vera svo eptir
halla og landslagi, að nokkuð af hraunum þeim, sem
ofan á liggja kring um Ih'ngvelli, og gjárnar eru í, sjeu
eigi komin frá Skjaldbreið, heldur frá eldborgum sunn-
an við Tindaskaga norður af Lyngdalsheiði. Fyrst
hafa stór hraun runnið frá Skjaldbreið niður í vatn, og
svo hafa yngri hraun, þó fyrir fjarska-löngum tíma,
komið austan að, og runnið yfir hin að neðanverðu og
út í vatn; en eptir það hofir líklega landið sokkið milli
Hrafnagjár og Almannagjár. Þetta þarf þó betri rann-
sókna við.
Neðan í Skjaldbreið, hjer um bil 1700 fet yfir
sjávarfleti, skildum við eptir hesta og farangur, og
gengum síðan upp á fjallið. Veður var hið bezta, sól-
skin og blíða og útsýni gott, fjöll og tindar glöggir, og
hvergi þoka, nema nokkrar hvítar slæður á vatninu.
Skjaldbreið er, eins og nafnið bendir á, og allir vita,
geysimikil flatvaxin fjalladyngja, sem liallast því nær
jafnt á allar hliðar, og er nafnið einstaklega heppilegt,
því hún er engu líkari en skildi á hvolfi. f>etta stóra
og tignarlega fjall hefir myndazt úr eintómum hraun-
lögum; gos eptir gos hafa unnið að þessu tröllasmíði.
Skjaldbreiður or 3400 fet á hæð frá sjávarmáli, 18-—1900
fet yfir sljetturnar í kring, en yfir 1 x/2 mílu að þver-
máli um ræturnar. Skjaldbreiður er, eins og eðlilegt er
eptir mynduninni, eint.ómar hallandi hraunbreiður upp
í topp; eigi er jökull á fjallinu að staðaldri; í góð-
um sumrum bráðnar því nær allur snjór af því, og
svo var nú. Pegar eigi er leystur snjór til fulls, er
mjög einkonnilegt frá byggðum að sjá bunguna kol-
svarta með eintómum hvítum dílum. [>aö er mjög
Andvari X. 5