Andvari - 01.01.1884, Side 71
Ferðir á suðurlandi.
69
fdrum við yfir hraun, heiðar og beitarlönd, og komum
í myrlcri niður að Geysi.
Geysir og hverirnir þar í kring eru á sljettu fyrir
neðan LaugarQall, 370 fet yfir sjávarflöt; alstaðar
standa reykir upp úr jörðinni, og þó mest upp úr
Geysi og næstu nábúum hans; hverahrúður er víðast
undir í jarðveginum, en í Laugarfjalli er tracbýt-kennd
bergtegund, og er hún víða sundursoðin og ummynduð
af hveragufum. Undir flestum hverunum er móberg,
að eins fácinir hinir efstu koma upp í trachýti. Pró-
fessor Bunsen hefir manna hezt rannsakað þetta, er
hann kom þár 1846. Af hverunum við Laugarfjall er
Geysir nyrztur og rennur heita vatnið úr honum aust-
ur á við niður í Beiná. Bjett fyrir norðan Geysi er
lítið gil eða jarðfall í hverahrúðursbreiðunni, og þar
hafa fyrrum verið miklir hverir, en eru nú þurrir,
nema fáein smáop vestast uppi undir hæðinui; í þessu
gili er dálítil vatnssitra úr Blesa, sem er nokkru sunn-
ar og vestar uppi undir hæðinni upp af Geysi. Geysi
ber dálítið hærra en landið í kring; svo miklu livora-
hrúðri hefir hann hlaðið undir sig; suður af Geysi er
Strokkur, en suður af Strokk er aptur mesta mergð af
smáum hveraholum og litlir leirpyttir á einstöku stað;
heita þessir hverir ýmsum nöfnum; þar er t. d. Litli-
Strokkur, Oþerrishola, Þyklcuhverir o. fl. Geysir er
svo nafnfrægur sem allir vita, og hefir opt verið rann-
sakaður af útlendingum, þó sáralítið liafi verið ritað
um hann á íslenzku, og því mun jeg segja hið helzta
um hann.
Geysir hofir myndað stóra og breiða hrúðurstrýtu;
hún er rúm 20 fet á hæð og um 200 fet að þvermáli
og hallast austur og norður 9—10°, en til suðurs og
vesturs 7°. Ofan á henni er skál, sem cr full af vatni,
nema rjett á eptir gosunum; skálin er 58 fet að þver-
máli og (5—7 fet á dýpt; niður úr skálinni miðri gong-
ur pípa, sem er lOfet að þvermáli ofan til, en þrengist