Andvari - 01.01.1884, Side 79
77
II.
Um að safna fje,
Eptir
Eirik Briem.
JJað liggur í augum uppi, að þogar moim bæta
við eign sina, þá vex hún, og margar smá-viðbætur
geta til samans orðið að töluverðri upphæð; þannig er
sá, er safnar cinni krónu á viltu hverri, eptir 10 ár
búinn að safna meiru en 500 kr.; þetta má kalla sam-
lagningarsöfnun. Það liggur og eigi síður í augum
uppi, að þegar hið safnaða fje er gjört aröberandi, þá
fer það sjálft að bæta við sig og mætti kalla þá söfn-
un margföldunarsöfnun. Ef nefndur maður t. d.
kaupir jarðarpart íyrir tjeð fjo sitt, þá eykst eign hans
árlega eigi að eins um þá einu krónu, er liann safnar
á viku hverri, heldur og um hið árlega eptirgjald jarð-
arpartsins. En menn gæta þess án efa eigi svo sem
vera ber, hversu þýðingarmikið það eðli fjárins er, að
það undir umsjón mannvitsins jafnan bætir við sig
sjálft. Dagleg reynsla virðist sýna, að það muni litlu
um hvert lítilræðið, og sjer í lagi um það, hvort það
er arðberandi eða eigi; um það tímabil, sem mönnum
er tamt að festa hugann við, er arður þess svo lítill,
að hætt er við, að hann sje eigi metinn svo sem vert
er, og menn gefi eigi til hlítar gaum að þeim þroskunar-
krapti, sem jafnvel lítilræðið hefir í sjer fólginn, þegar
það er stöðugt látið vera arðberandi. Það er sams