Andvari - 01.01.1884, Síða 81
Um að safna fje.
79
betri og þess utan átti hann svo mikla peninga á vöxt-
um, að hann mundi hafa fyrir þá getað keypt tvær
jarðir jafnmikils virði og jörð Árna var.
3. dæmi. Ungur prestur fjekk prestakall eitt, sem
lögð var 300 kr. uppbót, er formaður hans hafði eigi
haft; þessi nýi prestur tók nú fyrir sig að reyna að
komast af án uppbótarinnar, eins og formaður hans, og
safna henni 1 sjóð sjer; þegar hann dó, eptir 50 ár, var
safnið orðið næstum 46000 kr.
4. dæmi. Vinnukona ein 18 vetra fer að leggja
16 kr. á ári í sparisjóðinn í Kevkiavík (þar sem rentan
er 13/40/o á missiri) og tekur aldrei neitt út; þegar hún
er sjötng, er eign hennar í sparisjóðnum orðin yfir
2000 krónur.
En svo þýðingarmikil sem söfnun með vöxtum er
fyrir hinn einstaka mann, þá er hún þó miklu þýð-
ingarmeiri fyrir kynkvíslirnar og þjóðfjelagið í heild
sinni, því það er fyrst, þegar litið er á lengri tírna en
æfi eins manns, að þýðing hennar kemur fyllilega fram.
5. dæmi. Davíð vinnumaður safnaði af kaupi sínu
40 kr. árlega frá tvítugu til sjötugs; sonur hans og
sonarsonur fóru eins að; þegar sonarsonurinn dó, var
safn þeirra feðganna orðið hálf miljón króna.
6. dæmi. Jón erfði 3000 kr. og tók það ráð að
safna hálfum rentunum af þeim eða 60 kr. á ári, en
jafnframt vildi hann sjálfur hafa nokkuð gott af söfn-
uninni og tók sjor til eyðslu-eyris árlega hálfar rent-
urnar af safninu, sem alltaf fóru sívaxandi; eptir 35 ár
var þetta orðið jafnt því, sem hann ái'lega lagði til
safnsins; niðjar lians hjeldu þeirri aðferð áfram að eyða
að eins hálfum rentunum af aríi sínum eptir hann.
fegar 233 ár voru liðin frá því safnið var byrjað, var
það orðið 300000 kr., og sá helmingur af rentunum,
sem þá var árlega hafður að eyðslueyri, var 6000 kr.
7. dæmi. Annar maður, er Halldór hjet, safnaði
40 kr. á ári í 28 ár, en úr því tók hann aptur af