Andvari - 01.01.1884, Síða 85
Um að safna f]e.
83
og verzlun íslands mætti öll ganga með innlendu fje,;
kvorttveggja mundi eflaust geta gefið 4% árlega vöxtu,
einkum þegar mönnum væri oröið tamara en nú að
stunda þessa atvinnuvegi. En auk þess, að menn liafa
um langan aldur nóg færi á, að verja kjer á landi fje
svo, að það gefi nefnda vexti, þá eiga menn og kost
á að ná til veraldarmarkaðarins og gjöra fje þar arð-
berandi (t. d. með því að kaupa útlend ríkisskuldabrjef),
en lítil líkindi eru til, að vextirnir verði þar að sinni
öllu minni en 4%-árlega.
Eins og það er víst, að ekkert er, sem veitir mönn-
um eins miklar tekjur eins og mikil eign, svo er það
og víst, að eigi þarf annað til að afla kinnar miklu
eignar en söfnun, sjer í lagi margföldunarsöfnun, um
nokkuð langan tíma; með litlu fje og lítilli fyrirköfn
má á þennan hátt koma mjög miklu til leiðar, því
enginn dugnaður eða kunnátta í atvinnuvegum, engin
útsjón eða gróðabrögð hafa almennt eða til lengdar
neina þá þýðingu, er komizt gcti í samjöfnuð við þá
einföldu aðferð, að eyða ávallt noklcuð minna en menn
afla, cða ef menn heldur vilja kalla það, að afla ávallt
nokkuð meiru en menn eyða; með því getur með tím-
anum myndast sú tekju-uppspretta, sem tekur öllu öðru
fram. þ>að er einatt þar, sem mikill auður er saman
komiun, að mönnum kættir við að kafa grun um, að
kann sje saman dreginn með cinkverjum sjerstökum
gróðabrögðum eða jafnvel á miður sæmilegan hátt, en
til þessa er engin ástæða, ef ekkert sjerlegt tilofni or
til, að ætla það, og opt munu menn, ef vel er að
gætt, finna, að það er söfnunin ein, (sem alls eigi þarf að
vera samfara sparsemi, ef tckjurnar eru orðnar miklar),
sem auðurinn kofir myndazt við. Munurinn á hag
auðmannsins og hins fjelausa verkmanns, er þjónar
konum, getur t. d. að eins iegið í því, að forfoður
auðmannsins hafa safuað nokkru litlu, sem forfcður
verkmannsins hafa eytt, og kvað efnaliag þjóðanna