Andvari - 01.01.1884, Page 86
84
Um að safna fje.
snertir, þá er hann að minni meiningu án efa mest
kominn undir því, hverja aðferð liinar fyrri kynslóðir
hafa haft í pessu tilliti; fyrir þessa skuld einkum
eru Frakldand og Skotland auðug lönd, en hins vegar
Spánn og írland fátæk lönd. Ef íslendingar almennt
færu að fylgja þessari aðfcrð, þá mundu börn eða
barnabörn þeirra manna, er nú lifa, lifa þann tíma, er
skáldið (Stgr. Thorsteinsson) á við, er hann segir:
»í landi hjer þá auður vex og andi,
Og ekki margir rjetta tóma hönd,
Og fagurhúsuð blasir byggð á landi
Og blika þúsund segl í kring um strönd«.
Eptir því, sem nú hefir sagt verið, ræður það
mestu um efnahag manna til frambúðar, hvort menn
hafa þá aðferð að safna nokkru, þó lítið sje, eða eigi;
og með því mönnum venjulega er mögulegt að spara
eitthvað, eða afia einhvers meir en menn gjöra, þá er
þeim og yfir höfuð sjálfrátt að auka efni sín að mun,
hverja atvinnu sem þeir hafa, í hverju landi sem þeir
búa, og hvernig sem ástæðum þeirra annars er varið.
En það skiptir miklu, hvort atvinnu manna og ástæð-
um öllum yfir höfuð er svo varið, að þær hvetja menn
til að safna eða eigi, því venjulega er það, sem mest
ræður aðferð manna, eigi langsóttar ályktanir eða fyrir-
hyggja fyrir fjarlægri tíð; hugsunarhætti manna er svo
varið, að þeir eiga jafnan mjög erfitt með að hafa hug-
ann á takmarki, sem er í fjarlægð, eða vinna fyrir
því, sem fyrst eptir langan tíma ber sýnilega ávexti,
einkum ef búast má við, að það kunni að koma fyrir,
að vonir manna bregðist; sá, sem á kost á að kaupa
einn part eptir annan í stórri jörð, keppist ef til vill
við það, þótt hann aldrei mundi hafa liugsað til að
safna svo miklu fje, að hann hefði getað keypt jörðina
í einu. Það er því næsta mikilsvert, að menn á hverj-
um tíma hafi eitthvert náið takmark að keppa eptir;
þetta á sjer stað, þegar t. d. sjerstakt tilefni er til að