Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 89
Ura að safna fje.
87
verður að eyðslueyri, en venjulega er þó meiri hvöt til að
komast úr skuld, einkum ef hún á að borgast smám-
saman, hcldur en að safna jafnmiklu íje umfram það,
sem menn hafa. Til þess nú að menn hafi mikla
hvöt til að safna fje, sem menn eigi geta sjálfir notað
heinlínis, þá er sjerstaldega áríðandi, að menn hafi
greiðan veg til að gjöra það arðberandi hjá öðrum, hve
nær sem er, og þótt um lítið fje sje að ræða, sem og
sjer í lagi, að tryggingin fyrir fjenu sje sem allra mest;
þær stofnanir og ráðstafanir, sem greiða fyrir mönnum
í þessu efni (t. d. sparisjóðir, veðbankar, sala á áreið-
anlegum skuldabrjefum) eru því næsta gagnlegar, en
þó því að eins, að þær sjeu á óyggjandi grundvelli
byggðar; siíkar stofnanir gefa mönnum því meiri hvöt
til að safna, sem þær gefa hærri vexti, en mestu varð-
ar þó, að menn engan kvíöboga þurfl að hera fyrir að
missa neitt af fje því, er menn gjöra arðberandi á
þennan hátt; yfir höfuð er það mjög áríðandi, að öll
eign sje sem bezt tryggð, svo að hugmyndin um á-
vöxtinn af hinu safnaða fje geti eins og gróið saman
við hugmyndina um söfuunina.
Eins og sjerstakar ástæður geta einar öðrum frem-
ur hvatt menn til að safna eða hamlað frá að eyða,
svo er mönnum og síður hætt við, að farga einni eign
annari fremur; einkum á þetta heima, þegar litið er
eigi að eins á einstaka menn, heldur þjóðfjelagið í heild
sinni; 1000 kr.-virði er jafnmikil eign, hvort sem það
er í landi eða lausum aurum, en fyrir þjóðfjelagið get-
ur hvert 1000 kr. virði í landi verið meira vert, af því
að síður er hætt við, að það missist úr eign lands-
manna, meðan þjóðin heldur sjálfsforræði sínu, en sú
eign, sem fólgin er í lausafje, og í þessu er einn helzti
munurinn fólginn, sem á því er fyrir eina þjóð, hvort
hún býr í frjóvsömu landi eða ófrjóvsömu; af þessari
ástæðu er það einnig meira vert yfir höfuð fyrir þjóð-
fjelagið, að jarðirnar í landinu batni en að nokkur