Andvari - 01.01.1884, Blaðsíða 91
Um að safna fje.
89
nokkuð, sem verðlaust er, verður að fje; grasið á af-
rjettinni visnar út og verður að engurn notum, ef eng-
in skepna er til að bíta það, en sauðurinn, sem á pví
fitnar, verður meira virði, og þannig bætir sú upphæð
við sig, sem 1 sauðnum lá, þegar hann var rekinn á
afrjettina. Jeg vil nú taka fram skoðun mína á
þessu efni.
pað eru mörg efni, som mennirnir þurfa sjer tíl
fæðis og klæða og annara líkamlegra nauðsynja, sem
og til að fegra lífið og gjöra það ánægjusamlegra; en
vjer liöfum einnig yfirfljótanlega gnægð allra þessara
efna; andrúmsloptið, vatnið og yfirborð jarðarinnar er
einmitt samsett af þeim, en fæst af þessum efnum er
hvervetna til í þeirri gnægð eða þeirri mynd, að eigi
þurfi nokkuð fyrir þeim að hafa; vjer getum þannig
eigi lifað á loptinu, þótt í loptinu sjeu þau efni, sem í
annari samsetningu eru nærandi; fyrirhöfn vor er í því
fólgin, að hreifa efnin, sumpart með því, að ná þeim
og flytja þau þangað, sem þau má nota, eins og t. d.
kol úr námu, sumpart með því, að koma efnabreytingu
til leiðar í þeim. Til þess að framkvæma þessa hreif-
ingu hefir maðurinn líkamakrapta sína; í hinum allra-
beztu löndum má heita, að mennirnir þurfi eigi annað
til að geta lifað, en að rjetta liendurnar út eptir aldin-
um trjánna, en skammt getur hann þó komizt þar með
líkamakröptum sínum einum og í öðrum löndum gæti
hann alls eigi lifað með þeim einum; en það eru einnig
til aðrir kraptar, sem sje náttúrukraptarnir, og með
viti sínu og líkamakröptum, þó litlir sjeu, getur maður-
inn gjört sjer jörðina undirgefna og knúð þá krapta.
er á henni hrærast eða í henni felast, til að þjóna sjer,
færa sjer þau efni, er hann þarf með, og koma þeim í
þá mynd, að hann geti notað þau. Vald mannsins yfir
náttúrunni kemur fram í því, að bann getur haft hluti
til að láta líkamakrapt sinn koma öðruvísi niður en
hann raundi hafa getað moð líkamanum einum, sem og