Andvari - 01.01.1884, Side 92
90
Uín að safna fje.
í pví, að hann getur látið náttúrukraptana í liinu dauða
eða lií'andi verka á þann hátt; er hann vill; þannig
getur hann með verkfæri látið krapt sinn koma niður
sneggra eða á minni stað en annars, eins og þegar
hann dregur upp boga og lætur svo þann krapt, er til
þess gengur, á vetfangi verka á örina og þeyta henni
á stað; sá kraptur, er hún ílytur með sjer, kemur svo
allur niður á þeim litla stað, er örvaroddurinn lendir
á, langt frá líkama mannsins; á hinn bóginn getur
maðurinn einnig með verkfæri dreift krapti sínum um
meiri tíma eða rúm, svo sem þegar maður dregur upp
klukku, og sá kraptur, er til þess gengur, endist til að
lireifa vísirana í moir en viku o. s. frv.; enn fremur
getur maður með litlum krapti breytt stefnu mikils
kraptar eða komið honum til að verka á eitthvað sjer-
stakt, svo sem þegar maður með einum hnaus getur
veitt læk í aðra átt eða með því að reisa segl getur
látið vindinn flytja skipið áfram; með því að flytja
efnin flytur maður einnig þá krapta, er í þeim felast,
svo sem þegar maður ílytur eldivið eða leggur steina
í vegg, er verða þar að noturn um margar aldir; hina
fólgnu krapta efnisins getur maðurinn einatt með lítilli
fyrirhöfn gjört verkandi, svo sem með því að sá fræi
eða bera neista að púðri, og á hinn bóginn getur mað-
ur látið mikinn krapt safnast fyrir, t. d. þegar renn-
andi vatn er stíflað; sömuleiðis getur maður breytt ein-
um krapti í annars konar krapt, t. d. þegar eldspíta
er hituð með núningi, svo að á henni kviknar, og
einnig látið kraptana koma efnabreytingu til leiðar, svo
sem þegar brauð er bakað o. s. frv.
Jeg hef áður nefnt, að þau náttúruefni, er maður-
inn þarf með, eru til í óþrjótandi gnægð, en það þarf
að flytja þau úr einum stað í annan og breyta efna-
samsetning þeirra; til þessa þarf krapt, og þá'vill vel
til, að þeir náttúrukraptar, sem manninum stendur til
boða að nota, eru eins óþrjótandi oins og náttúruefnin;