Andvari - 01.01.1884, Qupperneq 93
Um að safna fjé.
91
en til þess að nota þá, þarf hann margvísleg verkfæri,
en þegar liann hefir þau, þá getur hann með þeim
margfaldlega margfaldað likamakrapta sína, og það því
meir, sem verkfærin eru fullkomnari og meiri; en þessi
verkfæri eru hið arðherandi íje, hin ýmsa arðsama eign.
Kartöpluna má eigi að eins beinlínis nota með því að
borða bana, heldur má og hafa hana fyrir verkfæri til
þess í sambandi við hitakrapt sólarinnar að draga að
sjer efni úr jörðunni, loptinu og vatninu og ummynda
þau í margar nýjar kartöflur; kýrin er verkfæri til að
breyta grasinu í mjólk á líkan hátt eins og vatnsmyln-
an og potturinn á hlóðunum eru verkfæri til að breyta
korninu í graut, eða kambarnir, rokkurinn og prjónarnir
á sinn hátt eru verkfæri til að broyta ullinni í sokk.
Ef maður hefir bát með segli, þá getur hann með þeirri
einni fyrirhöfn, að reisa seglið og stýra bátnum, notað
vindinn til að flytja sig og farangur sinn langar leiðir.
Með hentugum verkfærum getur maðurinn notað nátt-
úrukraptana á hinn margbreyttasta hátt, meðal annars
til að framleiða mörg ný og fullkomnári verkfæri, sem
aptur verða meðul til að fá meira og meira vald yfir
þeim; þegar maður ber lítinn neista að stórum skógi,
þá getur eldurinn smámsaman magnast, og það því
meir, scm lengur líður, þangað til hann er búinn að
eyða öllum skóginum, eða ef maður veltir steini fram
af klettum með lausagrjóti, þá geta farið að hrynja
fleiri og fleiri steinar, þangað til komin er á stað dá-
lítil skriða, eða ef maður sáir nýju grasi á einum stað,
þá getur það breiðst út þaðan og því fljótar sem leng-
ur líður. Hinn litli kraptur, sem maðurinn ver til að
bera neistann að, koma losi á steininn eða sá fræinu,
hefir hjer sívaxandi verkun; þetta liggur í því, að mað-
uiinn með þessum athöfnum gefur tilefni til, að bundinn
kraptur, sem meiri er, losast, og hann gefur aptur til-
efni til, að enn þá meiri bundinn kraptur losast og
svo koll af kolli. Nú má, eins og áður er getið, skoða