Andvari - 01.01.1884, Side 94
92
Um að safna fje.
hið arðberandi fje á einn eða annan hátt sem verkfæri,
til að nota efni náttúrunnar eða krapta hennar, eða
þess ígildi, og það, að hægt er með því að nota einn
náttúrukrapt, að fá vald yfir öðrum meiri náttúrukrapti
og láta hann verða að notum, svo að hann meðal
annars framleiði meiri og betri verkfæri, er orsökin til
þess, að maðurinn getur látið fjeð fara sívaxandi og
það jafnvel þótt, maðurinn þurfi að gjöra nokkuð tölu-
vert af hinu framleidda fje að eyðslueyri. Pví meir
sem fjeð vex, eða því meiri náttúrukröptum sem mað-
urinn fær vald ylir, því meir missir líkamakraptur
mannsins sjálfs þýðingu sína á móti því, þó aldrei
megi án hans vera, en því meira þarf aptur á viti og
kunnáttu að halda, til að stjórna verkfærunum. fað
er nú auðsætt, að fái maður lánað verkfæri, sem hann
getur framleitt með miklu meira fje en án þess, þá
getur hann vel staðið sig við að borga í leigu eptir
verkfærið nokkuð af hinu framleidda fje. Að fjeð getur
ávallt bætt við sig eða margföldunarsöfnunin er
pví á pví byggð, að peir náttúrukraptar, sem við
fjeð eru í pjónustu mannsins, geta orðið orsök til
pess, að meiri náttúrukraptar komist i pjónustu hans
eða verði hægri að nota, og þetta leiðir aptur af því,
að sumpart er mikið til af bundnum náttúrukröptum,
sem ónotuðum náttúrugæðum, t. d. kol, ónotuð jörð,
sumpart streymir stöðugt til jarðarinnar mikil gnægö
af verkandi krapti, sem sje sólarhitinn, er aptur veldur
hinum mestu hreifingum um lopt, láð og lög; þessir
kraptar eru svo mildir, að eigi er sjáanlegt, að mann-
kynið nokkurn tíma verði búið að fá nóg verkfæri til
að nota þá alla, en meðan það er eigi, þá getur fjeð
stöðugt bætt við sig, og hver, sem fje fær að láni, til
að nota það til gagnlegra framkvæmda, getur staðið sig
við að svara vöxtum af því. Hitt getur aptur verið,
að vextirnir kunni að verða minni, þegar þoir náttúru-
kraptar eru meir teknir til notkunar, sem hægast er að