Andvari - 01.01.1884, Page 95
Um að safna fje.
93
nota, t. d. óbyggt land, en þetta er þó engan veginn
sagt, því það má eigi líta á einstakt land eða einstak-
ar atvinnugreinir; meðan lönd eru til, eða atvinnu-
groinir þar, sem fjeð bætir meiru við sig en annar-
staðar, þá dregst það þangað og vextirnir þurfa þá eigi
að lækka yfir höfuð; en nú eru löndin á jörðunni mjög
langt frá að vera fullnotuð, og þess utan getur enginn
rennt grun í, hver ný verksvið kunna að myndast fyrir
fjeð við nýjar uppgötvanir, og því má vel vera, að fjeð
margfaldlega aukist um margar ókomnar aldir, án þess
að vextirnir á veraldarmarkaðinum lækki neitt, en til
hans geta allir náð beinlínis eða óbeinlínis. Við nýja
landafundi og aðrar uppgötvanir, svo sem þegar fundin
var upp akuryrkja, kvikfjárrækt, siglingar, gufuvjelar
o. s. frv., þá opnuðust ný svið, þar sem nota mátti
margfalt meira fje en áður, til að fá vald yfir nýjum
náttúrukröptum eða nota þá betur en áður var gjört,
og það er full ástæða til að vænta þess, að líkt eigi
sjcr stað framvegis; að minnsta kosti bendir reynzla
hinna síðari alda beinlínis í þá átt, að hugviti mann-
anna sjeu eigi settar neinar fastar skorður í þessu efni.
Sumir kunna að vera, sem efast um, að kjör
manna fari batnandi við það, að fjeð yfir höfuð vex;
þeir kunna þannig meðal annars að taka fram, að
vöxtur fjárins bæti eigi kjör manna, af því að það
safnist mest til einstakra manua, sem þannig hafi
miklu meiri tekjur en þeii- hafi við að gjöra, en allur
þorrinn sje jafnaumur og áður eða enda ver farinn;
almenn reynzla virðist að vísu staðfesta þetta, en þetta
er mönnunum þó í sjálfsvald sett, að láta eigi koma
fram, því afieiðing þessi er engin nauðsyn, held-
ur fer hún eingöngu eptir þeirn reglum, er menn setja
sjer, þeim hugsunárhætti og þeirri aðferð, er menn
hafa; áður hef jeg nefnt nokkur atriði, er hvetja menn
til að safna eða hamla mönnum frá að eyða; en að
öðru leyti vil jeg eigi fara út í það efni, sem hjer