Andvari - 01.01.1884, Page 97
Um að safna fje.
95
láta hið líkamlega vevða verkfæri andans; með því má
knýja liina tröílauknu, dverghögu náttúrukrapta til að
þjóna vilja mannsins og þúsundfalda verk mannshand-
arinnar; með því geta menn útvegað sjer holl híbýli og
heilnæma fæðu; við það geta menn komizt hjá, að
loggja á sig raeiri líkamlega áreynslu en góðu hófi
gegnir, en því fremur haft færi á að lypta huga sínum
upp yfir áhyggjur hversdagslífsins; með því geta menn
aflað sjer fróðleiks og menntunar; fyrir það og án þess
eigi geta vísindi og listir þróast og dafnað, og með
því verður oinatt unnt:
nVorkinn að draga úr svíðandi sárum
Og syrgjendur bjargandi styðja með arm«.
En því meira sem fjeð er vert fyrir mennina, því
mikilsverðara er það náttúrulögmái, sem gjörir, að það
nærri því af sjálfu sjer getur farið sívaxandi, svo langt
sem hugskotsaugu manna ná, og að til þessa þarf engin
sjerstök gróðabrögð, hvorki ágirnd nje nízku, heldur
að eins þessa einföldu aðferð:
að eyða ekki öllum afla sínum
og ávaxta eign sína jafnan með sem mestri tryggingu.
Hinn einstaki maður getur með þessu smámsaman
bætt að mun kjör sín, því liver cin króna, sem bætist
við eign lians, ber bonum úr því stöðugan ávöxt, en
einkum ber þetta mikla ávexti síðar fyrir niðja hans
og fjelag það, er hann lifir í. Að vísu getur í hinu
einstaka öðruvísi farið um hið safnaða fje en upphaf-
lega var til ætlað, því aldrei verður við öllu sjeð, en
sama gildir um öll önnur fyrirtæki og framkvæmdir, og
væri þó fásinna, að sleppa þeim fyrir þá skuld; nærri
því ætíð mun það og verða einhverjum að gagni. Yfir
höfuð má segja, að hver ein króna nú, samgildir þús-
undum króna eptir nokkra mannsaldra; en til þess að
noita sjer af því um þá nautn, sem hvcr slík króna getur
veitt, eða leggja það á sig, sem þarf til að afla bennar,