Andvari - 01.01.1884, Síða 102
100
Um alþýðumenntun.
komist ekki aðvir en þeir, sem kunna í minnsta lagi
svo mikið í almennum fræðum, sem svarar því, er
meðalgáfaður piltur getur lært á einum vetri.
Sumir hafa skoðað Möðruvallaskólann sem stofn-
aðan einungis fyrir Norðlendingafjórðung, og hafa þess
vegna viljað fá reistan slíkan skóla í hverjum lands-
fjórðungi; en flestir munu nú telja hann ætlaðan fyrir
allt landið, og stjórn skólans gjörir það, því lærisveinar
eru teknir í hann hvaðan sem þeir koma, enda er eldci
þörf á fleirum en einum slíkum skóla á landinu; en
það þarf að sjá um, að lærisveinar komi þangað vcl
undirbúnir, og sá undirbúningur getur fengizt í smærri
og umfangsminni skólum, sem koma þarf á fót hvort
sem cr. fað þurfa fieiri að læra nokkuð en þeir, sem
hafa ástæður til að ganga á gagnfræðaskólann. I3ó að
þau lieimili sjeu til, sem hafa það menntalíf, som
þjóðinni er til sóma, og sem að sumu leyti vart stend-
ur á baki alþýðuskólum í öðrum löndum, þá er það,
sem allur fjöldinn getur numið á heimili sínu, næsta
lítið og ófullkomið. Flestir munu kannast við, að
margir unglingar sjeu til í hverri sveit, sem hafa löng-
un og hæfilegleika til að lesa langtum meira en þoir
eiga kost á, og að þetta komi ekki svo mjög af fátækt
som af hinu, að enginn kostur er að fá tilsögn. Nokkr-
ir hafa haldið því fram, að hvorki sje þarflegt nje
mögulegt að stofna hjer harnaskóla eins almennt og
títt er í öðrum löndum. Segja þeir, að allir unglingar
geti í heimaMsum lært að lesa, skrifa og jafnvel að
reikna; enda sje auðvitað, að margfalt erviðara sje að
koma hjer upp barnaskólum en annarstaðar. fví mun
varla verða neitað, að börnin hafa mikið gott af að
koma sem fyrst á skóla, sem vel er stjórnað; gagnið,
sem þau hafa af því, er máske minnst fólgið í því, að
þau læra þar að lesa rjett og skrifa vel o. s. frv. og
þó er það mikils virði; og af því monn finna til þossa,
þá er nú líka verið að keppast við að lcoma barna-