Andvari - 01.01.1884, Page 103
Um alþýðumenntun.
101
skólum á fót í kaupstöðunum og verplássum. Til
sveitanna er þetta að vísu erfiðara vegna strjálbyggðar
og harðviðra, en líklegt þykir mjer, að ekki sje mjög
langt þess að bíða, að þar verði einnig reynt að stofna
barnaskóla.
Vjer getum um sinn, eða rjettara sagt, vjer hljót-
um um sinn að bjargast við hcimakennslu fyrir börnin
í sveitunum, en vjer ættum nú þegar að taka til að
stofna alþýðuskóla, sem taki á móti börnum fyrir og
um ferminearaldur og kenni þeim skript, rjettritun,
reikning, dgrip af landafræði og sögu, (einkum ís-
iands), að lesa og skilja ljetta dönsku og íi. Hæfilegt
þætti mjer, að stofna einn skóla fyrir hverja sýslu, eða
að skólasvæðin væru sem því svaraði á stærð, án þess
að vera rígbundinn við sýslutakmörk. í þessum skólum
held jeg ætti að sitja bæði piltar og stúlkur, og skóla-
tíminn að vera óákveðinn, þó innan vissra takmarka,
t. d. ekki styttri en hálfur vetur og ekki lengri en 2
vetur. Við skólann þyrfti 2 kennara, scm hefðu aflokið
námi annaðhvort við iærða skólann eða Möðruvalla-
skólann. Finnst mjer vel mætti komast af, þó ekki
væri fyrst um sinn ástæður til að taka nema ein-
hleypa menn, því ef þeim yrðu boðin góð laun, mundi
verða völ á nógum. Á þessum skólum fengist hentug-
ur undirbúningur undir Möðruvallaskólann, kvennaskól-
ana og búnaðarskólana, og að öðiu leyti gætu þeir
töluvert bætt úr barnaskólaleysinu.
Það er auðvitað, að ekkert mikið og gott fæst
fyrirhafnarlaust, og jafnan verða menn að leggja liart
á sig, til að koma góðum fyrirtækjum fram. Að koma
sýsluskólum á fót kostar að vísu allmikið fje, en ef
landsstjórn og landslýður hjálpast að, þá verður það
ekki eins tilfinnanlegt og menn í fyrstu munu ímynda
sjer. Setjum svo, að einhver sýsla vilji stofna skóla, og
hugsi sjer að liafa liann smávaxinn í fyrstu, þá þarf
hún fyrst að koma upp skólaliúsi, sem rúmai' svo sem