Andvari - 01.01.1884, Side 104
102
Um alþýðumenntun.
20 unglinga, báða kennarana og 2 stúlkur, som eiga
að matreiða og þjðna í skólanum. Gjöri jeg ráð fyrir,
að búsið kosti 4—5 þúsund krónur með ofnum, borð-
um, bekkjum og rúmstæðum, og svo þarf hjer um bil
1000 krónur fyrir rúmfatnað og nauðsynleg áhöld, eða
alls um 6000 krónur. Sýslunefndin ætti nú að safna
svo miklu af þessu sem hún gæti með samskotum, og
ef almennur áhugi fylgir fyrirtækinu, þá má ætla, að í
minnsta lagi helmingurinn fáist með þessu móti. rá
eru nú svo sem 3000 krónur eptir, sem sýslufjelagið
lilýtur þá að fá að láni úr landssjóði móti 6% í vexti
og afborgun á 28 árum, og verður það 180 króna ár-
gjald á sýslusjóði. En nú kemur árlegi kostnaðurinn
við skólann. Mikil ástæða er til að vænta þess, að
þingið styrki fúslega bvert það fjelag, sem koma vill á
fót slíkum skóla. Jeg vil ráðgjöra, að þingið veitti 2/s
af árlega kostnaðinum, þegar búið væri að koma upp
skólahúsinu með öllu tilheyrandi, og um meira ætti
ekki að biðja. Setjum svo, að aliur árlegi kostnaður-
inn (laun kennaranna, eldiviður, ljós og áhöld o. s. frv.)
væri 1200—1500 krónur, koma þá á landssjóð 800 til
1000 lcr. til bvers skólafjelags, og eld;i gæti það orðið
meira en 20 þúsund krónur fyrir allt landið, þó skóli
kæmist upp í hverri sýslu, og væri þinginu hægt að ná
þeim skilding aptur af einhverjum óþarfanum, sem
flyzt til landsins. En þá kemur nú til með partinn,
sem sýslan sjálf á árlega að leggja til, sem eptir þess-
ári áætlun verður 580-680 kr. Jeg óttast að vísu,
að sumum sýslufjelögum kunni í fyrstu að vaxa í
augum, að snara út 6—7 hundruðum króna á ári til
skólans, en varla mun þó annað fást til ráða, ef menn
vilja koma honum á fót. Sýslufjelögin hafa þá tvo
vegi um að velja, annaðhvort að leggja það á sýslu-
sjóðinn að öllu leyti, og láta kennslu, ljós og hita í
skólanum vera borgunarlaust, eða láta alla, sem nota
skólann, borga nokkuð fyrir kennslu, ijós og hita, og