Andvari - 01.01.1884, Side 106
104
Um alþýðumenntun.
vilji í raun og veru efla alþýðumenntun, því þegar að
er gáð, er kostnaðurinn ekki nema smáræði.
Það er langt síðan að íslendingar fóru að hugsa
um að koma upp bjá sjer búnaðarskólum, og stjórn-
inni var lengi framan af ætlað að koma þeim á lagg-
irnar, en liún fór 1 hægðum sínum, sem við var að
búast. Samt kom svo, að iagt var lítilsháttar gjald á
landsmenn til þess að fá fje til að stofna með búnað-
arskóla á sínum tíma. Gjaldið er lítið, og fjársafnið
gengur seint; þó er nú komin lagleg upphæð og ávallt
bætist við, en mönnum leiðist að bíða eptir því, að
búnaðarskólasjóöirnir vaxi svo, að þeir geti einir staðið
straum af búnaðarskólastofnun, sem þjóðinni nægir.
fegar Möðruvallaskólinn var stofnaður, bugsuðu menn
að sameina við bann búfræðisnám, og var þar kennd
búfræði fyrsta árið og bætt síðan. Vorið 1880 bjrjaði
»búnaðarkennslustofnun vesturamtsins«, sem nú stendur
í Ólafsdal. Skóiinn (jörðin og búið) er eign forstöðu-
mannsins, en nýtur styrks og eptirlits frá hálfu hins
opinbera. Amtmaðurinn í vesturamtinu hefir samið
reglugjörð fyrir skólann; er mönnum bún kunn af
stjórnartíðindunum, en henni hefir þó verið breytt
nokkuð síðan. Af reglugjörðinni má sjá, að kennt er
ágrip af flestum greinum búnaðarvísindanna, og síðan
er þá við bætt ágripi af húsd/rafræði og eðlisfræði, en
mest áherzla er lögð á bið verklega. Enginn tími er
ætlaður til bóknáms að sumrinu, en frá 1. nóvember
til 30. apríl voru fyrst ætlaðar 5 stundir, en nú 8
stundir, á degi hverjum til bóknáms. í upphafi
veitti landshöfðingi eptir tillögum amtsráðsins 1000 kr.
styrk til húsabygginga og verkfærakaupa, og á hverju
ári eru síðan veittar 100 krónur til viðhalds verkfær-
um. Lærisveinar fá meðgjafarstyrk af opinberu fje;
fyrst var það vanalega sem svaraði 150 krónum á ári,